Image Alt

UMSK

Bæjarfélögin veita íþróttafólki viðurkenningu

Nú er sá tími að bæjarfélögin veita íþróttafólki viðurkenningu fyrir góðan árangur á síðasta ári. Kópavogur, Garðabær og Mosfellsbær hafa öll verið með sínar viðurkenningahátíðir en Seltjarnanesi verður með sína í lok mánaðarins. Eftirtaldir aðilar voru valdir íþróttakarl og kona í sínu bæjarfélagi:

Garðabær

Íþróttamenn Garðabæjar árið 2020 eru þau Hilmar Snær Örvarsson skíðamaður og Ágústa Edda Björnsdóttir, hjólreiðakona.

Lið ársins 2020 er lið Stjörnunnar í meistaraflokki karla í körfuknattleik.

Einnig voru afhentar viðurkenningar fyrir þjálfara ársins sem að þessu sinni voru þau Íris Ósk Hafþórsdóttir, knattspyrnuþjálfari hjá UMFÁ og Elías Jónasson, barna- og unglingaþjálfari Stjörnunnar í handknattleik.

Kópavogur

Arnar Pétursson frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki og Karen Sif Ársælsdóttir frjálsíþróttakona úr Breiðabliki voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2020.

Arnar og Karen Sif voru valin úr hópi 42 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum.

Flokkur ársins 2020 var kjörinn meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu kvenna en liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu á árinu.

Mosfellsbær

Íþróttakona Mosfellsbæjar 2020 var kjörin: Cecilía Rán Rúnarsdóttir knattspyrnukona í Fylki.

Íþróttakarl Mosfellsbæjar 2020 var kjörinn: Kristófer Karl Karlsson golfíþróttamaður í Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Sú nýjung var gerð í kjörinu í ár að heiðraður var þjálfari ársins sem að þessu sinni var valinn Alexander Sigurðsson fimleikaþjálfari frá Aftureldingu.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: