Image Alt

UMSK

99. Ársþing UMSK 2023

Kæru félagar,

99. ársþing UMSK verður haldið í veislusal Golfklúbbsins Odds, fimmtudaginn 30. mars 2023 kl. 18:00

Sambandsfélög eiga rétt á að senda einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn eða færri og einn fyrir 50 umfram síðasta hundrað gjaldskyldra félagsmanna 16 ára og eldri. Þó skulu félagar aldrei vera fleiri en 9 frá sama félagi.

Vakin er athygli á að einungis fulltrúar þeirra félaga sem skilað hafa inn ársskýrslum hafa atkvæðisrétt á þinginu.

Tillögur að lagabreytingum og tilkynningar um framboð til stjórnar, sem og aðrar tillögur sem leggja skal fyrir þingið, skulu berast skrifstofu UMSK eigi síðar en 20 dögum fyrir þing (10.mars)

Á þinginu verður kosið um formann, tvo stjórnarmenn og þrjá varastjórnarmenn

Félög eru hvött til að fjölmenna á þingið.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: