Image Alt

UMSK

75. Íþróttaþing ÍSÍ

Þingi frestað til hausts

75. Íþróttaþing ÍSÍ var sett kl. 16:00 í gær, 7. maí.  Þingið var haldið í formi fjarþings, með útsendingu frá Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Fjöldi þingfulltrúa á kjörbréfum voru samtals 217. Frá 31 sérsambandi af 33 voru skráðir 105 fulltrúar og frá 24 af 25 íþróttahéruðum voru skráðir 110, auk tveggja fulltrúa frá Íþróttamannanefnd ÍSÍ.

Á þinginu fóru fram kosningar til embættis forseta og til sjö meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ.


Lárus L. Blöndal var einn í framboði til embættis forseta ÍSÍ og var því sjálfkjörinn í embættið til næstu fjögurra ára. Lárus varð forseti ÍSÍ árið 2013 og hefur gegnt embættinu síðan.

Ellefu einstaklingar buðu sig fram í sjö sæti meðstjórnenda í framkvæmdastjórn ÍSÍ. Eftirfarandi (í stafrófsröð) hlutu kosningu til næstu fjögurra ára:

Garðar Svansson
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir
Hörður Þorsteinsson
Úlfur Helgi Hróbjartsson
Valdimar Leó Friðriksson
Viðar Garðarsson
Þórey Edda Elísdóttir

Að auki var fulltrúi Íþróttamannanefndar ÍSÍ, Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, staðfest sem meðstjórnandi í framkvæmdastjórn ÍSÍ til næstu tveggja ára.

Fyrir sitja í framkvæmdastjórn ÍSÍ: Ása Ólafsdóttir, Gunnar Bragason, Hafstein Pálsson, Ingi Þór Ágústsson, Knútur G. Hauksson, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir og Olga Bjarnadóttir.

Þinginu var ekki slitið heldur var því frestað til 9. október nk. Vonast er til að þá verði mögulegt að halda þingi áfram með hefðbundnu sniði. Þingnefndir munu starfa föstudaginn 8. október nk.

Fyrir þinginu í dag lágu níu tillögur og var þeim flestum frestað til framhaldsþingsins í haust.

Nánari upplýsingar um það helsta frá 75. Íþróttaþing ÍSÍ í dag má finna á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: