
Ungmennasamband Kjalarnesþings(UMSK) , stofnað 1922, er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) og Ungmenanfélagi Íslands (UMFÍ). Innan sambandsins eru ungmenna- og íþróttafélög í Bessastaðahreppi, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós.
Samkvæmt íþróttalögum er landinu skipt í íþróttahéröð. Í hverju íþróttahéraði skal vera eitt héraðssamband / íþróttabandalag allra íþróttafélaga í héraðinu til að vinna að hinum ýmsu hagsmunamálum þeirra. UMSK er eitt þessara héraðssamabanda og starfar að hagsmunum íþróttafélaga í sínu héraði sem tilheyrir Garðabæ, Kjós, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi.