Þjónusta veitt af Ungmennasambandi Kjalarnesþings
UMSK veitir margvíslega þjónustu til aðildarfélaga og einstaklinga innan þeirra.
Skrifstofa UMSK er staðsett í Íþróttamiðstöðinni Laugardal að Engjavegi 6, 104 Reykjavík
- UMSK leitast við að vera leiðandi héraðssamband og öflugur bakhjarl aðildarfélaga sinna. UMSK vinnur að því að efla enn frekar innra starf félaganna með virkum samskiptum og fylgist með nýjungum, straumum og stefnum í samfélaginu hérlendis sem og erlendis.
- Skrifstofa UMSK:
- – aðstoðar aðildarfélög sín með ráðgjöf og fræðslu um þau atriði er upp kunna að koma í starfi jafnt stórra sem smárra félaga.
- – aðstoðar við samstarf um íþróttamál við sveitar- og bæjarstjórnir og aðra opinbera aðila innan héraðs.
- – aðstoðar við eflingu íþróttastarfs og stuðlar að þverfaglegu samstarfi og samvinnu milli aðildarfélaga.
- – er reiðubúin að aðstoða við skipulag, undirbúning og framkvæmd íþróttamóta.
- – annast útlán á búnaði í eigu sambandsins.
- – veitir ráðgjöf og leiðbeiningar varðandi styrkumsóknir.
- – leiðbeinir aðilum við að staðfesta lög/lagabreytingar og varðveitir staðfest lög félaga. Tilkynna ÍSÍ og viðkomandi sérsambandi um stofnun nýrra félaga og deilda.
- – sem og önnur atriði sem upp kunna að koma í starfi aðildarfélaga.