Image Alt

Styrkir – gott að vita

Styrkir  – gott að vita

Að sækja um styrk – gott að vita
Hverjir styrkja:
a) Ýmsir styrktarsjóðir (Hægt að sækja um háar upphæðir – styrkja aldrei 100% af kostnaði)
b) Styrktarsjóðir fyrirtækja (Hér er verið að tala um lágar uphæðir – sótt um á netinu)
c) Fyrirtæki sem kostunaraðili verkefna eða viðburða
Að sækja í styrktarsjóði:
• Skoða reglur sjóðsins – hvað styrkir hann og hvað ekki.
• Skoða hverskonar verkefni hann hefur styrkt áður
• Hugsaðu um lokaskýrsluna strax frá upphafi. Haltu utan um reikninga, myndir, blaðaúrklippur o.fl. Muna að það tekur tíma að skrifa skýrsluna (kostnaður í umsókninni).
• Sækja um raunhæfa upphæð – skoðaðu hvað sjóðurinn hefur verið að styrkja mikið. Sumir sjóðir eru með hámarksupphæð.
• Eigið framlag – Enginn sjóður styrkir 100% (muna að færa til kostnaðar þinn tíma, húsnæði, síma, tölvu, uppgjör, endurskoðanda o.fl.)
• Láttu koma fram(ef beðið er um það) hvar þú sækir um styrki annarstaðar og láttu vita hvort þú hafir fengið jákvætt svar
• Oft betra að sækja í eitthvað afmarkað í verkefninu. Látu því koma fram í umsókninni í hvað styrkurinn á að fara t.d. í ferðir, fæði eða eitthvað annað.
Hvað á umsóknin að innihalda:
– Lýsing á verkefninu
– Bakgrunnur verkefnisins (hvers vegna haldið)
– Markmið (hverju viljum við ná)
– Markhópur (hvernig náum við honum)
– Notagildi (fyrir báða aðila)
– Sýnileiki verkefnisins (fyrir styrkgjafa)
– Samstarfsaðilar (hverjir tengjast verkefninu)
– Samtökin sem standa að verkefninu. Hver er
með ábyrgð. Er það stjórnin eða er einhver verkefnisstjórn.
– Framkvæmdaáætlun (undirbúningur-framkvæmd-eftirvinna)
– Fjárhagsáætlun
Hafa í huga:
1. Muna að vera í tíma. Aldrei að byrja deginum áður en frestur rennur út. Það tekur alltaf lengri tíma en maður heldur að ganga frá umsókn. Gott er að skrifa umsóknina á nokkrum dögum. Sérð alltaf hvað má fara betur eftir því sem þú kemur oftar að umsókninni.
2. Hlutirnir ganga oft hægar fyrir sig í útlöndum en hér (varðand samstarfsaðila o.fl.).
3. Vanda umsóknina – ef ekki þá vísað frá.
4. Umsóknin á að vera stutt og skilmerkileg. Láta heldur nánari skýringar fylgja með sem viðhengi. (Muna að sá sem fer yfir umsóknirnar þarf að lesa mjög margar umsóknir)
5. Fylgjast með umsóknarfresti sem er mismunandi eftir sjóðum.
6. Vera mátulega væmin(n)
7. Enn og aftur þakka fyrir veittan styrk
Fyrstu skref til að afla styrktaraðila
Hafðu samband við þann aðila sem sér um þessi mál hjá fyrirtækinu.
Hittu hann persónulega eða skrifaðu honum bréf.
Í bréfinu kynnir þú þig þig og hvað þú gerir, kynnir samtökin/félagið.
Endar bréfið: Á næstunni mun ég hafa samband (persónulegt),
Er einhver í félaginu sem þekkir til í fyrirtækinu.
Kanski tekur þú hann með á fundinn en muna að láta vita af því.
Fyrsti fundur
– Taktu eitthvað með sem þú getur skilið eftir td. upplýsingar um verkefnið /samtökin/félagið.
– Listaðu upp hvaða hag þeir hafa af því að styrkja
– Segja frá tölum td. heimsóknir á heimasíðuna, áhorf á leiki
– sýna hvað þú hefur gert áður fyrir aðra styrktaraðila
– þreifa á hve mikið þú átt að biðja um (spyrja um hæsta/lægsta samning sem þeir hafa gert

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: