Image Alt

Afrekssjóður

Afreksmannasjóður UMSK

Afreksmannasjóður UMSK er myndaður af ákveðnum hluta þeirra tekna sem fengnar eru frá Lottói. Stjórn UMSK úthlutar styrkjum samkvæmt umsóknum sem berast. Úthluta skal úr sjóðnum 3 sinnum á ári og skal auglýsa sérstaklega eftir umsóknum í sjóðinn. Sjóðsstjórn samanstendur af fimm aðilum úr hreyfingunni. Kosið skal um fjóra einstaklinga á ársþingi en fimmti stjórnarmaður er skipaður af stjórn UMSK.

 Úthlutunarreglur:

1. Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum ,heimsmeistaramótum innanlands og utan og Olympíuleikum (leita skal viðurkenningar á mótahaldi hjá viðkomandi sérsambandi).

2. Þátttaka þjálfara í viðurkenndum þjálfaranámskeiðum erlendis sem ekki er hægt að sækja hér heima. Sjóðsstjórn ákveður fjölda styrkja sem í boði eru hvert ár og skulu þeir auglýstir sérstaklega.

3. Önnur verkefni og sérstök afrek sem verða sérstaklega metin hverju sinni. Með sérstökum afrekum er átt við að íþróttamaður hafi verið valinn í úrvalshóp til þátttöku í Olympíu-, Norðurlanda-, Evrópu- eða heimsmeistaramóts.

4. Stjórn sjóðsins er heimilt að takmarka fjölda styrkja til einstaklings innan sama árs.

5. Stjórn sjóðsins ákveður lágmarksupphæð hverju sinni og eru mót innanlands styrkt um helming af þeirri upphæð.

6. Umsóknir skulu berast frá félagi umsækjenda.

7. Stjórn sjóðsins skal færa rök fyrir úthlutun og höfnun úr sjóðnum.

8. Umsók um styrk skal hafa borist eigi síðar en þremur mánuðum eftir að móti lýkur.

9. Afreksmannasjóður UMSK úthlutar þrisvar sinnum á ári. Í fyrstu úthlutun skal úthluta allt að 1/3 af heildarsjóði, í annari úthlutun allt að1/3 af heildarsjóði +eftirstöðvar af fyrstu úthlutun og í þriðju úthlutun skal úthluta allt að 1/3 af heildarsjóði + eftirstöðvar af annarri úthlutun.

10. Á ársþingi UMSK veitir sjóðurinn styrk til íþróttakarls, íþróttakonu og afrekshóps ársins.

Umsóknareyðublað – Smelltu hér til að sækja um styrk

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: