Image Alt

Styrkir

Afrekssjóður UMSK

Afrekssjóður UMSK er myndaður af ákveðnum hluta þeirra tekna sem fengnar eru frá Lottói. Stjórn UMSK úthlutar styrkjum samkvæmt umsóknum sem berast. Úthluta skal úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári og skal auglýsa sérstaklega eftir umsóknum í sjóðinn. Sjóðsstjórn samanstendur af fimm aðilum úr hreyfingunni. Kosið skal um fjóra einstaklinga á ársþingi en fimmti stjórnarmaður er skipaður af stjórn UMSK.

Í afrekssjóð UMSK geta félög, innan Kjalarnesþings, sótt um styrki fyrir fyrir sína iðkendur

Umsóknir fyrir iðkendur eru opnar íþróttafólki sem tekur þátt í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, heimsmeistaramótum (innanlands og utan) og Ólympíuleikum. Einnig er opið í sjóðinn fyrir það íþróttafólk sem hefur afrekað eitthvað sérstakt í sinni íþróttagrein. Með sérstökum afrekum er átt við að íþróttamaður hafi verið valinn í úrvalshóp til þátttöku í Olympíu-, Norðurlanda-, Evrópu- eða heimsmeistaramóts.

Allar umsóknir eru metnar hverju sinni af sjóðsstjórn UMSK.

Reglugerð Afrekssjóðs UMSK er að finna HÉR

Hægt er að sækja um í Afrekssjóð HÉR

 

Þjálfarasjóður UMSK

Fjármagn fær sjóðurinn af tekjum UMSK og skal stjórn UMSK ákveða framlag í sjóðinn í fjárhagsáætlun hvers árs. Ekki er sérstakur umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sjóðinn.

Umsóknir fyrir þjálfara eru opnar þjálfurum sem taka þátt í viðurkenndum þjálfaranámskeiðum erlendis sem ekki er hægt að sækja hér heima. Um er að ræða þjálfaranámskeið sem sérsamböndin eru að beina sínum þjálfurum á, ráðstefnur eða heimsóknir þjálfara sem sannarlega sýnir fram á endurmenntunargildi ráðstefnu/heimsóknar. Sjóðsstjórn UMSK ákveður fjölda styrkja sem í boði eru hvert ár.

Reglugerð Þjálfarasjóðs UMSK er að finna HÉR

Hægt er að sækja um í Þjálfarasjóð HÉR

 

Fræðslu- og verkefnasjóður UMSK

Fjármagn fær sjóðurinn af tekjum UMSK og skal stjórn UMSK ákveða framlag í sjóðinn í fjárhagsáætlun hvers árs. Ekki er sérstakur umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sjóðinn.

Fræðslu- og útbreiðslustyrkur íþróttafélaga er opinn þeim félögum sem standa fyrir ýmiskonar fræðsluerindum eða sérstök verkefni aðildarfélaga. Verkefnin geta verið margvísleg og mismunandi. Allar umsóknir eru metnar af sjóðsstjórn UMSK hverju sinni.

Reglugerð Fræðslu- og verkefnasjóðs UMSK er að finna HÉR

Hægt er að sækja um í Fræðslu-og verkefnasjóð sjóð HÉR

 

Aðrir styrkjamöguleikar

Fræðslu-og verkefnasjóður UMFÍ

Æskulýðssjóðurinn

Íþróttasjóður

Umhverfissjóður UMFÍ

Styrkir vegna náms í Íþrótlýðháskóla í Danmörku

Erasmus

Fyrirtæki og stofnanir eru mörg hver með styrktarsjóði sem auglýstir eru á heimasíðum þeirra

 

Að sækja um styrk – gott að vita

Gott að vita

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: