Image Alt

Reglugerð um heiðursveitingar

Reglugerð um heiðursviðurkenningar UMSK

1. gr. Inngangur

UMSK veitir við sérstök tækifæri einstaklingum eða félögum heiðursviðurkenningar fyrir mikil og góð störf fyrir sambandið. Jafnframt eru árlega veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum.

2. gr. Viðurkenningar

1. Silfurmerki UMSK skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa í langan tíma fyrir sambandið eða aðildarfélögin.

2. Gullmerki UMSK skal veita þeim einstaklingum sem unnið hafa innan UMSK í langan tíma og gert stórt átak í félagsstörfum innan UMSK.

3. Heiðursviðurkenning UMSK, skjöldur, skal veittur þeim, sem ekki eru félagar í UMSK en styrkt hafa eða aðstoðað UMSK og /eða aðildarfélög verulega.

4. Félagsmálaskjöldur UMSK, gefinn af Axeli Jónssyni og konu hans Guðrúnu Gísladóttur, skal veittur árlega á ársþingi UMSK til einstaklings sem skarað hefur fram úr í félagsstörfum á liðnum árum.

5. Afreksbikar UMSK skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings sem skarað hefur fram úr í íþróttum á liðnu ári.

6. UMFÍ-bikarinn skal veita árlega á ársþingi UMSK til hóps sem skarað hefur fram úr í íþróttum á liðnu ári.

7. Frjálsíþróttabikar UMSK, gefinn af Dóru Gunnarsdóttur, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í frjálsíþróttum á liðnu ári.

8. Sundbikar UMSK, gefinn af Sundlaug Kópavogs, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í sundi á liðnu ári.

9. Fimleikabikar UMSK, gefinn af Ingvari Árnasyni, skal veita árlega á ársþingi UMSK til einstaklings eða hóps sem skarað hefur fram úr í fimleikum á liðnu ári

10. Dansbikar UMSK, gefinn af Sindra-stál, skal veita árlega á ársþingi UMSK til pars sem skarað hefur fram úr í dansi á liðnu ári

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: