Image Alt

UMSK

Hvatningaverðlaun umsk

Hvatningaverðlaun UMSK voru veitt í fyrsta skipti á þingi UMSK í gær. Hvatningarverðlaun UMSK getur hlotið  aðildarfélag, deild innan aðildarfélags eða einstaklingur innan aðildarfélags UMSK fyrir eftirtektarverð og framsækin verkefni sem skara framúr eða fyrir óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins.

Stjórn UMSK var sammála um að veita klappstýruliði Stál-Úlfs verðlaunin í ár fyrir nýja og skemmtilega viðbót við keppnishald félagsins.

“”Klappstýrudans er mjög vinsæll í nánast öllum körfuboltadeildum í Evrópu, þar sem mörg lið eru með sín eigin atvinnu-klappstýrulið. Þær sjá um stemninguna á leikjum og bjóða upp á góða skemmtum fyrir áhorfendur í leikhléum. Við vorum mjög heppnir þegar Ieva, fyrrverandi atvinnu-klappstýra frá efstu deildarliði “Lietkabelis” frá Panenezys, hafði samband við okkur og spurði hvort hún geti komið fram með dans/skemmti atriði í leikjum okkar í  byrjun síðasta árs” segir Algirdas Slapikas formaður Stál-Úlfs.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: