Image Alt

Íþróttaveisla

Subtitle

21 June, 2020

Íþróttaveisla

Íþróttaveisla UMFÍ er þriggja daga íþróttahátíð í Kópavogi dagana 25. – 27. júní 2021. Íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagssskap allsráðandi.

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Að sjálfsögðu verður margt í boði fyrir mótsgesti yngri en 18 ára. Íþróttaveislan er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Íþróttaveislan er tilvalinn vettvangur fyrir vinahópa, starfsmannahópa, stórfjölskylduna eða endurfundi af ýmsu tagi. Í Íþróttaveislunni er tilvalið að styrkja tengslin við vini og vandamenn í góðum félagsskap, hreyfa sig, njóta samverunnar og gleðjast saman.

Þátttakendur geta keppt í eða prófað fjölda íþróttgreina í bland við götu- og tónlistarveislu. Saman munu gestir Íþróttaveislunnar skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins.

Þeir sem skrá sig til leiks búa til sína eigin dagskrá.

Nánari upplýsingar koma innan tíðar.

haffiben,

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: