Hvað er Biathlon?
Biathlon er ný og spennandi íþróttagrein sem er að ryðja sér til rúms á Íslandi. Biathlon sameinar hlaup og skotfimi en getur sameinað fjölda annarra íþróttagreina ef svo ber undir – allt eftir áhuga og vilja þeirra sem taka þátt.
Flestir þekkja til skíðaskotfimi þar sem gengið er á gönguskíðum og skotið úr riffli á skotmark. Sumar Biathlon er hugsað eins nema án skíðanna. Hægt er að hlaupa, hjóla og jafnvel synda ásamt því að skjóta sem reynir jafnt á úthald og einbeitingu.
Þeir sem hafa prófað Biathlon á Íslandi segja þetta frábæra og stórskemmtilega hreyfingu. Allt frá byrjendum til þeirra sem eru lengra komnir þá verður til spennandi keppni þar sem ákefð og einbeiting sameinast.
Nú hefur þú tækifæri á að kynnast því hvernig það er að einbeita sér að einum litlum punkti haldandi höfðinu grafkyrru á meðan þú hugsar hvort þú eigir að taka í gikkinn eða ekki. Með púlsinn í botni og adrenalínið flæðandi um líkamann gerir þetta enn meira krefjandi.
Í biathloni er sjálfstjórnin alveg jafn mikilvæg og úthaldið þar sem hausinn þarf að vera skýr við hverja ákvörðunartöku.
Biathlon á Íslandi er verkefni á vegum UMSK sem á rafbúnaðinn sem notaður er, þ.e. byssa/riffill og samtengt skotmark.
Hafðu samband við verkefnastjóra UMSK fyrir frekari upplýsingar – verkefnastjori@umsk.is