Aldarsaga UMSK 1922-2022

538 Íþróttavagn HK Margir foreldrar þekkja hinn sífellda akstur með börn til og frá íþróttaæfingum. Á sínum tíma leysti HK það mál á hagnýtan hátt líkt og lesa má í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2013: „Akstri Íþróttavagns HK var haldið áfram þar sem viðtökur foreldra og iðkenda hafa verið með eindæmum góðar. Vagninn hefur létt verulega á þeim akstri sem foreldrar hafa þurft að keyra með börn sín á æfingar. Vagninn fer fimm ferðir á dag milli eftirtalinna staða: Fagralundar, Digraness, Linda, Sala, Hörðuvalla, Vatnsendaskóla og Kórsins. Ekur vagninn fimm daga vikunnar. Samhliða akstri Íþróttavagnsins hafa æfingar yngstu iðkenda verið færðar framar að degi til, þannig að æfingum þeirra flestra er lokið þegar vinnudegi foreldra lýkur. Enn heldur fjölgun iðkenda félagsins áfram að vaxa í flestum deildum.“720 Blikabrennan 2019 „Stærsta áramótabrenna höfuðborgarsvæðisins er líklega brenna Breiðabliks í Fífunni. Það skýrist meðal annars af því að reiknað er með heimsókn um eitt þúsund ferðamanna á vegum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gegn þóknun. Elsta þekkta frásögnin af áramótabrennu hér á landi er frá árinu 1791 í Ferðabók Sveins Pálssonar. Siðurinn breiddist hægt og rólega út um landið og nú er svo komið að hjá mörgum einstaklingum er það ómissandi liður í hátíðarhöldunum á gamlárskvöld að vera viðstaddur slíka brennu. En þessi siður vekur að sjálfsögðu athygli ferðamanna sem sýna því mikinn áhuga að upplifa áramótin hérlendis. Stjórnendur Breiðabliks sáu sér því leik á borði og hafa undanfarin ár boðið ferðaþjónustufyrirtækjum upp á að heimsækja brennusvæðið gegn þóknun. „Þetta hefur gengið mjög vel undanfarin ár. Við gerum ráð fyrir um 1.000 manns sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Við útbúum sérstök stæði fyrir rúturnar og þannig gengur þetta allt vel fyrir sig,“ segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks. Íþróttafélagið fær styrk frá Kópavogsbæ til þess að standa straum af kostnaði við brennuna en það dugar engan veginn til. „Því brugðum við á þetta ráð fyrir nokkrum árum og það hefur gefist vel. Við stöndum fyrir þessari brennu ánægjunnar vegna en viljum helst sleppa við að bera mikinn kostnað af henni,“ segir Eysteinn Pétur. Í fyrra hafi verið bryddað upp á þeirri nýbreytni að bjóða erlendu ferðamönnunum upp á heitt kakó og kleinur eftir brennuna gegn vægri þóknun og það hafi gefist vel. „Við endurtökum leikinn í ár og það er gert ráð fyrir því að 500 manns mæti á þann viðburð.“ Breiðabliksbrennan hefur verið til umræðu á íbúasíðum Kópavogsbúa. Þar hafa heyrst þær gagnrýnisraddir að brennan geti breyst í einhvers konar túristauppákomu. „Ég skil vel að sitt sýnist hverjum í þessum efnum. Að okkar mati hefur fjöldi ferðamanna alls ekki farið úr böndunum og miklu frekar setja þeir skemmtilegan svip á viðburðinn. Við erum þó meðvituð um þessar áhyggjur og reynum að vanda okkur,“ segir Eysteinn Pétur.“719 Áramótabrenna í Kópavogi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==