Aldarsaga UMSK 1922-2022

537 Nýjustu Gróttufréttir árið 2015 „Á árinu 2015 náðist framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum hjá íþróttafélaginu Gróttu. Fanney Hauksdóttir [kraflyftingakona] náði þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari unglinga og evrópumeistari í flokki fullorðinna. Hún var auk þess í fimmta sæti í kjöri íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins. Fleiri kraftlyfingamenn unnu til verðlauna á mótum hér innanlands sem erlendis á árinu og mikil gróska hjá deildinni. Meistaraflokkur kvenna í handbolta urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar á árinu og auk þess sem liðið var meistari meistaranna á haustmánuðum. Þetta eru fyrstu stóru titlar sem félagið vinnur í hópíþrótt frá upphafi. Karlalið félagsins í handbolta fór í gegnum 1. deildina án þess að tapa leik og leikur því í efstu deild. Yngri flokkar handboltans eru á góðum stað, öflugt starf unnið og árangur góður innan vallar sem utan. Meistaraflokkur karla í fótbolta féll úr 1. deildinni og leikur því í 2. deild sumarið 2016. Stefnt er að því að uppistaðan í liðinu sem teflt verður fram í sumar verði heimamenn. Mikil gróska og kraftur er í yngri flokka starfi knattspyrnudeildar og spennandi tímar framundan. Knattspyrnudeildin setti á laggirnar meistaraflokk kvenna sem leikur í 1. deildinni í sumar. Starf fimleikadeildar, sem er stærsta deild félagsins, hefur gengið vel. Nanna Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari unglinga í frjálsum æfingum annað árið í röð og vann bronsverðlaun á Norðurlandamóti á stökki og gólfi. Stjórn fimleikadeildar ásamt aðalstjórn leggur hart að bæjaryfirvöldum að betrumbæta aðstöðu til fimleika hjá félaginu enda aðstaðan löngu sprungin. Meistaraflokkur kvenna í handbolta varð fyrir valinu sem íþróttamaður Gróttu árið 2015 en kjörið fór fram í lok árs. Íþróttamaður æskunnar var valinn úr hópi ungra og efnilegra íþróttamanna félagsins og var það handboltakonan Lovísa Thompson sem fékk þá viðurkenningu. Við sama tækifæri var því fólki, sem unnið hefur mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins verðlaunað.“718 Gróttustúlkur fagna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==