Aldarsaga UMSK 1922-2022

539 Esjan flutt til Reykjavíkur Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós voru kjölfestan í starfsemi UMSK á fyrri hluta aldarinnar. Félagssvæði Aftureldingar fylgdi sóknarmörkum Lágafellssóknar sem náði yfir Mosfellshrepp og hluta Kjalarneshrepps, þess vegna kepptu Kjalnesingar stundum undir merkjum Aftureldingar. Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) var stofnað 26. maí 1938, það gekk í UMSK árið 1941 og var fjórða félagið innan sambandsins, hin voru Drengur, Afturelding og Ungmennafélagið Velvakandi í Reykjavík. Fram eftir 20. öld var Kjalarneshreppur fremur fámennur og íþróttalífið fábrotið. Árið 1971 var Ólafur Friðriksson formaður félagsins og lýsti hann starfinu þannig í ársskýrslu UMSK: „Félagið stofnað 1938, félagar 44. Lítið félagslíf er hjá félaginu enda fátt um ungt fólk á Kjalarnesi. Einn dansleikur var haldinn á Fólkvangi s.l. vetur. Á sunnudagsmorgna æfðu nokkrir Badminton í félagsheimilinu. Íþróttaæfingar eru engar, þó er einn efnilegur íþróttamaður hjá félaginu, Stefán Tryggvason og vann hann það eina stig, sem félagið fékk í B-móti UMSK í sumar.“722 Árið 1979 var Magnús Jónsson formaður félagsins og segir í ársskýrslu UMSK: „Helstu íþróttagreinar eru frjálsar íþróttir og knattspyrna. Einnig er æft badminton og borðtennis. Nokkur skákkvöld hafa verið haldin og þá verið veitt tilsögn. Alloft eru haldin diskótek, þriggja kvölda félagsvist og o.fl. samkomur. Væntanlega á félagið eftir að eflast mjög næstu árin við hina miklu fjölgun í byggðarlaginu.“723 Á 9. áratugnum myndaðist þéttbýli í Grundarhverfi á Kjalarnesi sem kallaði á ný skóla- og íþróttamannvirki. Þá fjölgaði í UMFK og voru félagsmenn hátt í eitt hundrað, árið 1981 var Kristinn Gylfi Jónsson formaður og ritar í ársskýrslu UMSK: „Starf félagsins yfir árið skiptist í tvo flokka, vetrarstarf annars vegar og sumarstarf hinsvegar. Vetrarstarfið byggist aðallega upp á hinum svokölluðu opnu húsum sem höfð eru í félagsheimilinu Fólkvangi á laugardögum milli 2 og 4 yfir vetrarmánuðina. Þar gefst börnum og unglingum kostur á að spila borðtennis, fótboltaspil, bob og ýmis önnur spil. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð. Áskorun „94. ársþing UMSK haldið í Garðabæ 13. febrúar 2018 skorar á UMFÍ og ÍSÍ að standa sameiginlega að gerð aðgerðaáætlunar fyrir kynferðislega áreitni og ofbeldi og kynna vel fyrir aðildarfélögum og iðkendum. Það er mikilvægt að það sé öllum okkar skjólstæðingum ljóst hvert skal leita ef slík mál koma upp. Það er hagur og styrkur íþróttahreyfingarinnar í heild sinni að hafa sömu boðleiðir og sameiginlega stefnu.“721 Horft úr Reykjavík í áttina að Kjalarnesi og Esjunni; með sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur árið 1998 fór stór hluti Esjunnar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Ljósmynd Ómar Óskarsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==