Aldarsaga UMSK 1922-2022

312 Græðum land og ræktum skóg Plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman. Matthías Jochumsson (1835–1920). Ræktun lýðs og lands var eitt af kjörorðum ungmennafélaganna, mannrækt og skógrækt héldust í hendur. Þar kom líka landgræðsla til sögunnar, reyndar einnig matjurtarækt eins og lesa má í Skinfaxa, málgagni UMFÍ, árið 1927. Þá var Guðrún Björnsdóttir formaður UMSK og í blaðinu segir hún frá ræktunartilraun sem gerð var þá um sumarið meðal barna og unglinga úr Aftureldingu og Ungmennafélaginu Dreng. Krakkarnir fengu leiðsögn í matjurtarækt og Guðrún greindi frá árangrinum: „Besta kartöfluspretta var hjá Hjalta Þórðarsyni 15 ára pilti á Æsustöðum í Mosfellssveit. Vegið var undan tveimur grösum og reyndist 1900 gr. Sveinn Jónsson, 15 ára piltur í Helgadal í Mosfellssveit átti stærstar næpur. Hans stærsta næpa var 1325 gr. Karl Andrésson á Hálsi í Kjós, 15 ára piltur, átti þyngstu gulrófuna, 1200 gr. Hann ól einnig upp stærsta blómkálshöfuðið, en það var 280 gr.“245 Uppgræðsla landsins stóð ungmennafélögum nærri og nóbelsskáldið í Gljúfrasteini hvatti þá til dáða í afmælisriti Aftureldingar árið 1959: „Holtin eru ekki annað en opin sár, sem landinu voru veitt af glámskyggnum rányrkjumönnum fortíðarinnar, sem auk þess bjuggu við hungursneyð og villimennsku í landbúnaði, og þessi hryllilegu sár landsins á auðvitað hin unga menntaða vorþjóð Íslands að græða áður en hún fer að rækta skóga.“246 Á 7. áratugnum réðust ungmennafélagar allvíða um land í sérstakt uppgræðsluátak.247 Það skapaðist almenn landverndarvakning í samfélaginu, samtökin Landvernd voru stofnuð árið 1969 og um skeið deildu UMFÍ og Landvernd skrifstofuhúsnæði við Mjölnisholt í Reykjavík.248 Í júlímánuði 1967 fóru HSK-menn í mikla landgræðsluferð inn á Biskupstungnaafrétt, vel birgir af áburði og grasfræi og UMSK-félagar létu ekki sitt eftir liggja, árið 1971 stóð UMSK fyrir landgræðsluferð í Bolabás undir Ármannsfelli í Þingvallasveit. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSK, var fararstjóri en Ólafur Ásgeirsson frá Landvernd var verkstjóri á vettvangi. 28 manns úr fimm UMSK-félögum lágu ekki á liði sínu í þessari ferð, rofabörðum var rutt um koll, tveimur tonnum af áburði og 200 kílóum af grasfræi dreift um svæðið þar sem spólglaðir jeppamenn höfðu skilið eftir tannaför sín á viðkvæmu landinu. Þremur dögum síðar fór 20 manna hópur úr Aftureldingu undir stjórn formannsins Páls Aðalsteinssonar og dreifði áburði og grasfræi í Bolabás. Næstu sumur endurtóku UMSK-félagar landgræðsluferðir sínar þangað, með skóflur, áburð og grasfræ að vopni. Í UMSK-blaðinu 1973 var vakin athygli á þessu góða starfi: „Lesandi góður hafir þú farið um Bolabás s.l. sumur og glaðst yfir þeim umskiftum sem þar hafa orðið, þá hafðu það í huga að þau eru að þakka einum þætti í starfsemi U.M.S.K. og félaga þess.“249 Árið 1970 var gerður samstarfssamningur milli Vegagerðar ríkisins og UMFÍ um að ungmennafélagar tækju að sér uppgræðslu meðfram þjóðvegum landsins. Sumarið 1971 sáðu 25–30 félagar úr Aftureldingu grasfræi meðfram Úlfarsfelli og Hafravatni í Mosfellssveit.250 Þetta uppgræðslustarf hélt áfram eins og lesa má í ársskýrslu UMSK fyrir árið 1974: ,,Umf. Afturelding tók að sér að sjá um landgræðsluna að þessu sinni. Sáð var 100 Ungmennafélagar vinna að landgræðslu í Bolabás í Þingvallasveit snemma á 8. áratugnum. Botnssúlur í fjarska.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==