Aldarsaga UMSK 1922-2022

313 kg af grasfræi og 2000 kg af áburði í Mosfellssveit, sáð var í gamlar malargryfjur og vegkanta í landi Leirvogstungu. Jafnframt var 1000 kg af áburði dreift í Bolabás eins og undan farin ár. Mikil verkefni eru framundan í landgræðslu, í Mosfellssveit og að Fossá.“251 Þetta grasrótarstarf ungmennafélaga og annarra hafði sín áhrif og þegar 1100 ára búsetu í landinu var fagnað á Þingvöllum sumarið 1974 samþykkti Alþingi einróma að veita einn milljarð króna til gróðurverndar næstu árin, þessi samþykkt gekk undir nafninu „Þjóðargjöfin“.252 Árið 1985 samþykkti UMFÍ að gera stórátak í skógræktarmálum, stefnt var að því að planta jafn mörgum trjáplöntum um allt land og félagsmenn UMFÍ voru. Í samræmi við þessa ákvörðun fékk UMSK úthlutað 4.600 plöntum, þar var um að ræða stafafuru, lerki og greni. Mikið var gróðursett í Þrastaskógi, þar voru meðal annarra á ferðinni nemendur úr Hjallaskóla í Kópavogi undir stjórn Stellu Guðmundsdóttur og félagar úr Íþróttafélaginu Gerplu. Kjalnesingar og Kjósverjar gróðursettu plöntur á Fossá í Hvalfirði og Afturelding plantaði á sínum heimaslóðum. Almenn ánægja ríkti með þessi vel unnu störf.253 UMSK-blaðið Frá 1972 kom UMSK-blaðið út í nokkra áratugi og fjallaði um málefni sambandsins. Blaðið breytti nokkrum sinnum um útlit á þessu tímaskeiði, stundum kom það út í dagblaðsbroti, árið 1975 var þess freistað að koma útgáfunni í fastar skorður, nýtt útlit var hannað, sérstök blaðnefnd var að störfum en ábyrgðarmaður blaðsins var Sveina Sveinbjörnsdóttir. Í fyrsta tölublaðinu með þessu nýja útliti var meðal annars fjallað um væntanlegt landsmót á Akranesi og einnig sagt frá starfinu í einu minnsta aðildarfélagi sambandsins sem var Ungmennafélag Kjalnesinga: „U.M.F.K. er eitt minnsta félagið innan U.M.S.K. með rúmlega 50 skráða félaga. Smæð þess hefur mótað starfsemina og valdið því að hún á fátt sameiginlegt með starfsemi stærri félaganna. Eftir að núverandi formaður tók við hefur félagið einkum beint kröftum sínum að ungu kynslóðinni, um og innan fermingaraldurs. Á sumrin hafa verið íþrótta- og leikjakvöld. Framtak þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá foreldrum í hreppnum og ekki hefur áhuginn verið minni hjá þátttakendunum. Æfingar þessar hafa að mestu verið í höndum formannsins, Stefáns Tryggvasonar.“254 Kátir voru karlar – og konur Landsmót UMFÍ á Akranesi 11.–13. júlí 1975 Hallveig og Ingólfur seinka landsmóti Sú samþykkt að halda landsmót UMFÍ á þriggja ára fresti hélt ekki velli á fyrri hluta 8. áratugarins því frá landsmótinu á Sauðárkróki 1971 til næsta móts liðu fjögur ár. Má með nokkrum rétti staðhæfa að þar hafi landnámshjónin Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir átt hlut að máli, haft var fyrir satt að þau hefðu numið land á Íslandi árið 874, af þeim sökum var 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fagnað um allt land á því herrans ári 1974 og því lítið svigrúm til að halda landsmót ungmennafélaga. Þjóðhátíðarnefnd undir formennsku Indriða G. Þorsteinssonar óskaði eftir því að mótinu yrði frestað um eitt ár. Á það var fallist og ákveðið að halda það á sambandssvæði Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Vilhjálmur Einarsson var þá formaður UMSB, hann var því fylgjandi að halda mótið á Varmalandi en skemmtiatriði og tjaldbúðir yrðu í Húsafelli.255 Þessi hugmynd hlaut ekki brautargengi, ekki þótti skynsamlegt að kljúfa mótið landfræðilega í herðar niður. Mál þróuðust þannig að Akranes varð fyrir valinu sem var þá um fimm þúsund manna bær á félagssvæði Ungmennafélagsins Skipaskaga, það félag var nýkomið á fermingaraldurinn, stofnað árið 1961. Síðustu landsmót höfðu staðið yfir í tvo daga en það hafði sýnt sig að sá tímarammi var of þröngur, samþykkt var að halda þriggja daga mót, helgina 11.–13. júlí 1975. Formaður landsmótsnefndar var Sigurður R. Guðmundsson, skólastjóri á Leirá, en framkvæmdastjóri Ingólfur SteindórsOrðsending til lesenda UMSK-blaðsins árið 1973.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==