Aldarsaga UMSK 1922-2022

655 Fjölgreinafélög Á aldarafmæli UMSK árið 2022 voru aðildarfélög sambandsins um 50 talsins. Flest þeirra einbeittu sér að einni íþróttagrein og hefur slíkum félögum innan sambandsins farið mjög fjölgandi síðustu áratugina. Innan UMSK starfa einnig sex fjölgreinafélög sem sinna mörgum íþróttagreinum í aðskildum deildum. Hér verður gerð grein fyrir þeim. Breiðablik Deildum innan Breiðabliks hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu áratugina, árið 2016 voru þær tíu talsins en á aldarafmæli UMSK 2022 voru 12 deildir starfandi innan félagsins. Þær eru: Félags- og tómstundadeild. Frjálsíþróttadeild. Hjólreiðadeild. Karatedeild. Knattspyrnudeild. Kraftlyftingadeild. Körfuknattleiksdeild. Skákdeild. Skíðadeild. Sunddeild. Taekwondo-deild. Þríþrautadeild. Félags- og tómstundadeildin er sú nýjasta innan félagsins, hún heldur utan um rafíþróttir og árið 2021 voru iðkendur komnir vel á annað hundraðið.975 Fyrir sína viðamiklu starfsemi þarf Breiðablik mikil mannvirki á fleiri en einum stað, þeim er svo lýst á heimasíðu félagsins: „Aðalfélagssvæði Breiðabliks er í Dalsmára 5 í Kópavogi (Smárinn, Fífan og Kópavogsvöllur) en félagið er einnig með starfsemi í Kársnesskóla, Fagralundi, Lindaskóla, Bláfjöllum og í báðum sundlaugum Kópavogs. Breiðablik leggur mikla áherslu á að þjónusta sína iðkendur, foreldra og félagsmenn eins vel og kostur er og heldur félagið úti fjölbreyttri starfsemi í 11 [12] deildum auk þess sem sem starfræktur er hlaupahópur, íþróttaskóli barna 2–5 ára og leikfimi eldri borgara þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Breiðablik er ein stærsta þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar og koma um 750–800 þúsund manns í Fífuna/ Smárann á ári hverju.“976 Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2011 segir meðal annarra orða: „Mikill og góður kraftur einkenndi starfið hjá Breiðabliki árið 2011 líkt og undangengin ár. Mikill fjöldi nýrra iðkenda hefur þátttöku íþrótta hjá félaginu og telja félagar nú á þriðja þúsund. Margir góðir sigrar unnust utan vallar sem innan. Allar deildir reka öflugt æskulýðsstarf ásamt því að eiga afreksfólk í fremstu röð.977 Auk deildastarfsins heldur Breiðablik utan um íþróttaskóla yngstu barnanna sem fjölmenna í sérhverri viku í Smárann. Einnig hittist öflugur hlaupahópur reglulega svo og íþróttahópur eldri borgara. Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) Þar eru starfandi sjö deildir: Bandýdeild. Blakdeild. Borðtennisdeild. Dansdeild. Handknattleiksdeild. Knattspyrnudeild. Taekwondo-deild. Samtals eru 2000 iðkendur í þessum deildum, handknattleiksdeildin er stærst með um 700 iðkendur. Íþróttafélagið Grótta Þar eru starfandi þrjár deildir: Fimleikadeild sem hefur löngum verið fjölmennasta deild félagsins. Handknattleiksdeild sem var stofnuð árið 1969. Knattspyrnudeild sem er elsta deildin innan Gróttu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==