Aldarsaga UMSK 1922-2022

654 Álftaneskörfur – 2007 Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Álftaness var stofnuð árið 2007, starfið innan deildarinnar undanfarin ár hefur verið blómlegt, bæði í yngri flokkunum og í meistaraflokki karla sem náði þeim glæsilega árangri að komast í úrvalsdeildina árið 2023. Það þóttu nokkur tíðindi þegar tvö lið úr sveitarfélaginu Garðabæ og UMSK, Stjarnan og UMFÁ, léku samtímis í efstu deild (Subway-deild) Íslandsmótsins árið 2023. Þá um sumarið sagði Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFÁ, í viðtali við Garðapóstinn: „Fyrir samfélagið á Álftanesi er þetta gríðarlega mikilvægt. Leikur í Subway deild verður stór viðburður á Álftanesi og ákveðinn miðpunktur fyrir samfélagið. Krakkar og fullorðnir fjölmenna á leiki og úr verður hin mesta skemmtan. Þá hefur yngri flokka starfið vaxið mikið samhliða góðu gengi í meistaraflokki sem er hvatning fyrir alla.“973 Þegar formaðurinn var spurður að því hver væri „litli bróðir“ og hver „stóri bróðir“ þegar Álftanes og Stjarnan myndu keppa svaraði hann: „Þegar Álftanes og Stjarnan mætast verður körfuboltahátíð í Garðabæ enda risaviðburður. Við vitum að Stjörnumenn munu mæta með hörkulið eins og alltaf. Og svo sjáum við hver verður með „montréttinn“ í nokkra daga eftir leikina í vetur. En aðalatriðið er að troðfylla Forsetahöllina og Ásgarð og horfa á hörku körfubolta …“974 Stjarnan og bikarinn Bikarkeppni KKÍ í karlaflokki fór fram í fyrsta skipti árið 1965, fimm árum eftir að Stjarnan var stofnuð. Keppnin féll niður um tveggja ára skeið en var endurvakin árið 1970 og er upphaf keppninnar oft miðað við það ártal. Stjarnan er eina félagið innan UMSK sem hefur hampað bikarnum eftirsótta, það hefur gerst sex sinnum, síðast á aldarafmæli UMSK árið 2022. Tölum nú meira um það. 2009. Stjarnan – KR. Lokatölur: 78–76. Þjálfari Stjörnunnar: Teitur Örlygsson. 2013. Stjarnan – Grindavík. Lokatölur: 91–79. Þjálfari Stjörnunnar: Teitur Örlygsson. 2015. Stjarnan – KR. Lokatölur: 85–83. Þjálfari Stjörnunnar: Hrafn Kristjánsson. 2019. Stjarnan – Njarðvík. Lokatölur: 84–68. Þjálfari Stjörnunnar: Arnar Guðjónsson. 2020. Stjarnan – Grindavík. Lokatölur: 89–75. Þjálfari Stjörnunnar: Arnar Guðjónsson. 2022. Stjarnan – Þór Þorlákshöfn. Lokatölur: 93–85. Þjálfari Stjörnunnar: Arnar Guðjónsson. Tveir stjörnum prýddir körfukappar reiðubúnir að hefja hinn eftirsótta bikar á loft árið 2015. Dagur Kár Jónsson (til vinstri) og Justin Shouse sem naut sín aldrei betur en í erfiðum bikarúrslitaleikjum. Auglýsing um heimaleik UMFÁ í Forsetahöllinni á Álftanesi árið 2021.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==