Aldarsaga UMSK 1922-2022

592 ULM, hvað er nú það? Þessari spurningu skal svarað að bragði: ULM er skammstöfun fyrir unglingalandsmót UMFÍ sem var fyrst haldið í júlímánuði 1992 og aftur árið 1995 og 1998. Frá og með árinu 2000 færðist mótið yfir á verslunarmannahelgina og keppti við aðrar útihátíðir um hylli gesta þessa mestu ferðahelgi ársins. Mótshaldið byggist mikið á sjálfboðaliðastarfi, þar koma foreldrar, þjálfarar og ungmennafélög mikið við sögu, á meðan stóru landsmótin héldu áfram að vera á höndum héraðssambandanna. Unglingalandsmótin hafa tekist einstaklega vel, þau voru fyrst haldin á þriggja ára fresti, síðan annað hvert ár um stutt skeið en á hverju ári frá árinu 2002, að undanskildum faraldursárunum 2020 og 2021. Börn og unglingar af félagssvæði UMSK hafa ævinlega tekið drjúgan þátt í mótunum, hér verður gerð grein fyrir sérhverju móti á þriggja áratuga tímaskeiði, 1992–2022. 1. unglingalandsmót UMFÍ Dalvík 10.–12. júlí 1992 Jón Sævar Þórðarson, frjálsíþróttamaður og þjálfari, átti hugmyndina að unglingalandsmótum UMFÍ; hann var framkvæmdastjóri UMSE um skeið og við Eyjafjörð var fyrsta mótið haldið, á Dalvík árið 1992. Strax í upphafi var það fastmælum bundið að landsmótið ætti ekki að snúast eingöngu um stigakeppni og sæti heldur yrði það sambland af skemmtun, keppni og útivist þar sem foreldrar fjölmenntu með börnum sínum og tækju þátt í að skapa sannkallaða fjölskylduhátíð þar sem neyslu áfengis og annarra vímuefna var alfarið hafnað. Skipuð var sérstök unglingalandsmótsnefnd, formaður hennar var Jóhann Ólafsson, ritari UMFÍ og fyrrum formaður UMSE. Þegar nær dró mótinu tók Guðmundur Víðir Gunnlaugsson við formennskunni í landsmótsnefndinni en Katrín Sigurjónsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri þess. Ljóst var að mótið tæki að sumu leyti mið af hinum hefðbundnu landsmótum UMFÍ en þó yrði hér um ákveðið frumkvöðlastarf að ræða. Ákveðið var að mótið stæði yfir í þrjá daga, keppnin væri opin öllum unglingum og börnum, 16 ára og yngri, þátttökufjöldi í sérhverri grein yrði ótakmarkaður, enginn lágmarksárangur yrði skilyrði fyrir þátttökunni. Enginn aðgangseyrir var innheimtur en þátttökugjald var 4000 krónur, óháð því hvað sérhver einstaklingur keppti í mörgum greinum. Morgunverður var innifalinn í gjaldinu. Leitað var eftir styrktaraðilum og svo fór að mótið komst fyrir vind hvað kostnað varðaði og varð meira að segja lítils háttar hagnaður af því. Keppnisgreinarnar á Dalvík voru átta: Frjálsar íþróttir, knattspyrna, sund, skák, glíma, golf, hestaíþróttir og borðFyrsta unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík árið 1992. 76 ungmenni úr UMSK tóku þátt í því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==