Aldarsaga UMSK 1922-2022

591 Neskaupstaður 28.–30. júní 2019 Í fyrsta skipti var landsmótið haldið austanlands, á Neskaupstað. UÍA og Fjarðabyggð héldu mótið sem tókst einstaklega vel eins og fram kemur í Skinfaxa: „… boðið var upp á heilmikil skemmtilegheit alla helgina, bæði keppni og aðra afþreyingu á borð við sjósund og zumba fyrir alla fjölskylduna og alla aldurshópa sem mæltist vel fyrir.“828 Allir þátttakendur kepptu á sínum forsendum og þurftu ekki að vera skráðir í íþróttafélag. Mikla athygli vakti heimamaðurinn Stefán Þorleifsson íþróttakennari sem keppti í golfi á mótinu á 103. aldursári. Félagar úr Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi kepptu meðal annars í ringó en sú grein nýtur mikilla vinsælda í íþróttafélögum eldri borgara. Borgarnes 24.–26. júní 2022 Á árunum 2020 og 2021 féllu mótin niður vegna heimsfaraldurs en þráðurinn var tekinn upp að nýju í Borgarnesi um Jónsmessubil sumarið 2022. Framkvæmdaaðilar mótsins voru Ungmennafélag Íslands, Ungmennasamband Borgarfjarðar og sveitarfélagið Borgarbyggð. Að venju var mótið blanda af íþróttakeppni, almennri hreyfingu og gleði, á laugardeginum var haldið kótelettukvöld sem tókst einstaklega vel. Keppt var í tólf greinum sem voru, taldar í stafrófsröð: boccia, brids, frjálsar íþróttir, golf, göngufótbolti, götuhlaup, körfubolti, pútt, ringó, skák, stígvélakast og sund. Landsmótið fyrir 50 plús, sem halda átti í Borgarnesi árið 2020 og 2021, féll niður vegna heimsfaraldurs. Skemmtikerra UMSK Í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2019 er greint frá skemmtikerru sambandsins: „Sambandið hefur fest kaup á lokaðri kerru. Í kerrunni verða áhöld til leikja, grill, hljóðkerfi (fyrir músik og talað mál). Félög, deildir, flokkar eða foreldrafélög geta fengið kerruna að láni. Markmiðið er að auðvelda forráðamönnum að skipuleggja félagslegar uppákomur.“829 Skemmtikerra UMSK.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==