Aldarsaga UMSK 1922-2022

582 höfðu þá fest sig í sessi. Einnig fór fram meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þá sömu helgi á Króknum. Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður voru mótshaldarar, mótstjóri var Ómar Bragi Stefánsson. Landsmótið fyrir alla aldursflokka þótti takast vel og fyrirhugað var að næsta landsmót færi fram tveimur árum síðar, árið 2020, það gekk ekki eftir, landsmótið á Sauðárkróki reyndist vera síðasta landsmótið af „gömlu sortinni“. Hér er listi yfir hin rómuðu landsmót UMFÍ sem „lifðu“ í rúma öld, einnig er getið um það sæti sem UMSK hafnaði í hverju sinni. 1. landsmót UMFÍ, haldið á Akureyri 17. júní 1909. 2. landsmót UMFÍ, haldið í Reykjavík 17.–25. júní 1911. 3. landsmót UMFÍ, haldið í Reykjavík 17.–24. júní 1914. 4. landsmót UMFÍ, haldið í Haukadal 22.–23. júní 1940. – 1. sæti. 5. landsmót UMFÍ, haldið á Hvanneyri 26.–27. júní 1943. – 4. sæti. 6. landsmót UMFÍ, haldið á Laugum í Reykjadal 6.–7. júlí 1946. – 5. sæti. 7. landsmót UMFÍ, haldið í Hveragerði 2.–3. júlí 1949. – 10. sæti. 8. landsmót UMFÍ, haldið á Eiðum 5.–6. júlí 1952. – 4. sæti. 9. landsmót UMFÍ, haldið á Akureyri 2.–3. júlí 1955. – 6. sæti. 10. landsmót UMFÍ, haldið á Þingvöllum 29.–30. júlí 1957. – 6. sæti. 11. landsmót UMFÍ, haldið á Laugum í Reykjadal 1.–2. júlí 1961. – 9. sæti. 12. landsmót UMFÍ, haldið á Laugarvatni 3.–4. júlí 1965. – 4. sæti. 13. landsmót UMFÍ, haldið á Eiðum 13.–14. júlí 1968. – 3. sæti. 14. landsmót UMFÍ, haldið á Sauðárkróki 10.–11. júlí 1971. – 2. sæti. 15. landsmót UMFÍ, haldið á Akranesi 11.–13. júlí 1975. – 1. sæti. 16. landsmót UMFÍ, haldið á Selfossi 21.–23. júlí 1978. – 2. sæti. 17. landsmót UMFÍ, haldið á Akureyri 10.–12. júlí 1981. – 2. sæti. 18. landsmót UMFÍ, haldið í Keflavík og Njarðvík 13.–15. júlí 1984. – 2. sæti. 19. landsmót UMFÍ, haldið á Húsavík 10.–12. júlí 1987. – 2. sæti. 20. landsmót UMFÍ, haldið í Mosfellsbæ 12.–15. júlí 1990. – 1. sæti. 21. landsmót UMFÍ, haldið á Laugarvatni 14.–17. júlí 1994. – 2. sæti. 22. landsmót UMFÍ, haldið í Borgarnesi 3.–6. júlí 1997. – 2. sæti. 23. landsmót UMFÍ, haldið á Egilsstöðum 12.–15. júlí 2001. – 2. sæti. 24. landsmót UMFÍ, haldið á Sauðárkróki 8.–11. júlí 2004. – 1. sæti. 25. landsmót UMFÍ, haldið í Kópavogi 5.–8. júlí 2007. – 1. sæti. 26. landsmót UMFÍ, haldið á Akureyri 10.–12. júlí 2009. – 3. sæti. 27. landsmót UMFÍ, haldið á Selfossi 4.–7. júlí 2013. – 2. sæti. 28. landsmót UMFÍ, haldið á Sauðárkróki 12.–15. júlí 2018. Engin stigakeppni. Heimsfaraldur COVID-19 er bráðsmitandi veirusjúkdómur sem hefur haft gífurleg samfélagsleg áhrif um allan heim frá því fjandinn varð laus síðla árs 2019. Snemma árs 2020 barst faraldurinn til Íslands og varð nokkru síðar skilgreindur sem heimsfaraldur. Áhrifa hans gætti í ýmiskonar hömlum og samkomutakmörkunum, grímu- og sprittnotkun var daglegt brauð, atvinnulíf, skóla- og íþróttastarf var háð takmörkunum, lokunum og ströngum reglum. Messufall Vegna faraldursins voru flestöll verkefnin, sem voru á könnu UMSK árið 2020, ýmist felld niður eða frestað, í ársskýrslu sambandsins segir: „Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmót UMFÍ 50+, Skólamót UMSK í blaki, Skólahlaup UMSK, Bocciamót UMSK, Handboltamót UMSK, Íþróttaveisla UMFÍ eru verkefni sem öll féllu niður á árinu.“814 Íþróttaæfingar einstakra félaga féllu einnig niður og samskipti fóru mikið fram í gegnum netmiðla. Tekjufall varð hjá íþróttafélögum og svo fór að stjórn UMSK samþykkti í desember 2020 að greiða aðildarfélögum sínum samtals tíu milljónir í styrki vegna þeirra skakkafalla sem faraldurinn hafði valdið. UMFÍ og ÍSÍ greiddu einnig styrki til sinna aðildarfélaga og var hlutur UMSKfélaga 17 milljónir.815 Helsti bakhjarl íþróttahreyfingarinnar, Íslensk getspá, greiddi eignaraðilum sínum 500 m.kr. í arð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==