Aldarsaga UMSK 1922-2022

581 Stefnumótun og síðasta landsmótið Í breyttu samfélagi varð ljóst að ýmsar blikur voru á lofti um framtíð UMSK og annarra héraðssambanda. Tekin var ákvörðun um að móta framtíðarstefnu UMSK og var fyrirtækið KPMG fengið til að stýra þeirri málefnavinnu. Niðurstöðurnar voru settar á þrykk árið 2014 og þar skrifar Valdimar S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri sambandsins: „UMSK var stofnað árið 1922 og er samkvæmt landslögum, regnhlíf fyrir íþrótta- og ungmennafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarsýslu, svæði sem áður voru dreifbýlið í kringum Reykjavík. Hlutverk UMSK er skráð í lög Íþrótta- og Olympíusambands Íslands. Miklar breytingar hafa orðið á sambandssvæðinu og er fjölgun íbúa þar veigamest. Á síðasta áratug hefur aðildarfélögum UMSK fjölgað um 17 og tala iðkenda farið úr 12.100 upp í 24.500. Samfara þessu hafa íþróttafélögin stækkað og eflst og orðið sjálfstæðari. Í gegnum tíðina hafa helstu hlutverk sambandsins verið; málsvari aðildarfélaganna, sameiginlegt mótahald og sameiginleg þátttaka í mótum utan og innan héraðs. Með tilkomu stærri og kraftmeiri félaga þá hefur mótahald sem áður var á höndum sambandsins, færst til félaganna eða á hendur sérsambanda. Því hefur hlutverk sambandsins verið að breytast og um leið orðið óljósara. Þessi mikla fjölgun og þær breytingar sem hafa orðið í þjóðfélaginu urðu til þess að stjórn UMSK ákvað að fara í stefnumótunarvinnu og leitaði til KPMG um að leiða verkið. Stefnumótunarvinnunni er ætlað að greina helstu áhersluþætti starfseminnar, en fyrst og fremst að fá fram sýn aðildarfélaganna á sambandið og væntingar félagsmanna um framtíðarhlutverk UMSK. Niðurstöðurnar munu síðan móta stefnu sambandsins næstu árin. Í þessari skýrslu er afraksturinn. Megi hún verða til þess að vísa veginn, okkur öllum til heilla.“813 Ekki fór á milli mála að komið var að tímamótum í sögu UMSK og ástæða til að spyrja brýnna og áleitinna spurninga. Íslenskt samfélag var að taka mjög örum breytingum, þar á meðal íþróttahreyfingin þar sem hin gamalgróna og merka ungmennafélagshreyfing hafði leikið stórt hlutverk. En nú voru blikur á lofti, landsmót UMFÍ voru eitt af því sem setja þurfti undir mæliker. Hvert ætti hlutverk héraðssambands líkt og UMSK að vera í síbreytilegum heimi? Eiga gömlu góðu landsmótin framtíð fyrir sér? Þeirri spurningu var fljótsvarað: Eftir 27. landsmót UMFÍ á Selfossi árið 2013 var ljóst að þetta gamalgróna mót átti ekki framtíð fyrir sér með óbreyttu sniði. Að vel ígrunduðu máli var ákveðið að efna til landsmóts enn á ný, á Sauðárkróki 12.–15. júlí 2018, en þó með breyttum hætti. Nú var ekki um að ræða stigakeppni milli einstaklinga og héraðssambanda, líkt og verið hafði aðalsmerkið á fyrri mótum, íþróttafólkið keppti ekki undir merkjum einhvers ákveðins félags eða héraðssambands heldur sem einstaklingar sem gátu keppt í eins mörgum greinum og þá lysti, 40 greinar voru í boði. Megintilgangurinn var að fá almenning til að hreyfa sig og taka þátt í íþróttum. Ýmislegt annað en íþróttir var á dagskránni, til dæmis fyrirlestrar um lýðheilsu og tónleikar. Samhliða þessu 28. landsmóti UMFÍ var haldið á sama stað landsmót fyrir 50 ára og eldri en þau mót Stefnumótun UMSK var stýrt af fyrirtækinu KPMG og lokið árið 2014. Þessi málefnavinna hafði mikil áhrif á starfsemi UMSK til frambúðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==