Aldarsaga UMSK 1922-2022

575 geta allir orðið félagar, óháð aldri. Markmið félagsins er að stuðla að bættri heilsu undir kjörorðunum „Hreyfing – fæðuval – heilsa“. Í gegnum tíðina hefur félagsstarfið verið afar fjölbreytt, á dagskrá hafa meðal annars verið fræðslukvöld, leikfimi, línudans, zumba, boccia, ringó og námskeið í magadansi. Flestar æfingarnar hafa farið fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi, einnig hafa Glóðarfélagar stundað æfingar í Gullsmára og Boðanum sem eru félagsmiðstöðvar eldri borgara í bænum. Síðustu vetur hefur félagið verið með ringóæfingar tvisvar sinnum í viku í íþróttahúsi Kópavogsskóla og íþróttahúsi Lindaskóla. Glóð æfir pútt tvisvar í viku á sumrin á fallegum og góðum púttvelli í Kópavogsdal. Félagið hefur tekið þátt í danssýningum og íþróttamótum frá upphafi, það þjálfar ekki afreksfólk en lætur sig varða heilsu og hamingju fólks. Árið 2014, á 10 ára afmælisári félagsins, var haldin mjög glæsileg sýning í Smáranum sem bar nafnið „Lífið er í dag – Lífið í lit“. Þar voru sýnd dansatriði, tónlistaratriði og fleira, að ógleymdum afmælisveitingum sem Glóð bauð upp á. Þjálfarar og félagar í Glóð lögðu mikinn metnað í að allt gengi sem allra best. Þar var meðal annars sýningaratriði sem félagar sýndu á Blume Festival á Gran Canaria árið 2012, það mót hefur verið haldið annað hvert ár á Gran Canaria og er óháð aldri þátttakenda. Keppt er í fjölda íþróttagreina í öllum aldurshópum. Ekki eru veittir verðlaunapeningar heldur er besti hópurinn í hverjum aldursflokki valinn. Árið 2012 varð sýningarhópur Glóðar fyrir valinu í aldurshópnum 50+ og fékk viðurkenningu fyrir besta atriðið í þeim flokki. Árið 2016 tóku rúmlega 30 Glóðarfélagar þátt í evrópsku fimleikahátíðinni „Golden Age“ sem fór fram í Slóveníu. Gríðarlegur undirbúningur var fyrir þessa ferð, þrotlausar æfingar og búningar saumaðir á alla þátttakendur. Frá landsmóti 50+ í Borgarnesi árið 2022 þar sem Glóðarfélagar urðu landsmótsmeistarar í ringó. Nokkrir Glóðarfélagar á púttvellinum vinsæla í Kópavogsdal.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==