Aldarsaga UMSK 1922-2022

574 Lífið er í dag segir Margrét Björnsdóttir, formaður í Íþróttafélaginu Glóð Margrét Björnsdóttir hefur gegnt formennsku í Glóð frá árinu 2016. Hún segir að Glóð láti til sín taka með ýmsum hætti. Við höldum meðal annars fræðslukvöld þar sem fagfólk úr heilbrigðisgeiranum flytur erindi um holla lífshætti. Einnig voru á árum áður haldin ýmiskonar námskeið, til dæmis í leikfimi, stafagöngu, hringdansi, zumba, boccia, pútti og ringó, segir Margrét. En hvað með línudansinn? Línudans var á sínum tíma mjög vinsæll hjá félaginu. Félagsmenn tóku þátt í sýningum og danskeppni og unnu til verðlauna á mótum. Hringdansar og zumba nutu einnig vinsælda en tímarnir breytast og mennirnir með, félagið er hætt að bjóða upp á dansæfingar vegna dræmrar þátttöku í seinni tíð. En eru æfingar í boccia? Nei, ekki heldur, svarar Margrét, en félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi bjóða upp á bocciaæfingar. Félagsmiðstöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu keppa sín á milli á þessum vettvangi og enginn grundvöllur hjá Glóð að halda úti æfingum fyrir nokkra iðkendur. En við erum mjög sátt með stöðuna því æfingarnar hjá Glóð skiluðu góðri útbreiðslu íþróttagreinarinnar hjá félagsmiðstöðvunum. Keppið þið á mótum? Já, við höfum tekið þátt í öllum landsmótum UMFÍ 50+ frá upphafi í ýmsum greinum og unnið þar til verðlauna. Er það rétt að þið hafið kynnt íþróttagreinina ringó fyrir Íslendingum? Já, mikið rétt. Glóðarfélagar kynntust þessari grein árið 2006 í Danmörku, fluttu búnaðinn með sér til Íslands og kynntu ringó hérlendis, meðal annars á fyrsta landsmóti UMFÍ fyrir 50+ sem var haldið á Hvammstanga árið 2011. Í dag leggjum við mikla áherslu á ringó, æfingar eru tvisvar í viku yfir vetrarmánuðina í Lindaskóla og Kópavogsskóla, alltaf gaman á æfingum, við vorum með 24 manna lið síðastliðinn vetur [2022]. Félagið flytur inn ringóhringi frá Póllandi og er eingöngu hægt að kaupa þá hjá okkur. Þeir þurfa að vera löglegir hvað varðar stærð, þykkt, þyngd og stærð miðjugatsins. Á landsmóti UMFÍ sumarið 2022 vann Glóð til gullverðlauna í ringókeppninni. Eruð þið líka með æfingar í pútti? Já, tvisvar í viku á sumrin, það er sérlega skemmtileg samvera á einstökum stað í Kópavogsdal. Eitthvað að lokum, Margrét? Já, við Glóðarfélagar vitum að ef við höfum ekki stund fyrir heilsu okkar í dag höfum við hana heldur ekki á morgun. Sem sagt: Lífið er í dag!801 Á afmælishátíð UMSK í Hlégarði haustið 2022 var Margrét Björnsdóttir ásamt fleirum sæmd gullmerki sambandsins fyrir vel unnin störf á vettvangi íþróttahreyfingarinnar og UMSK. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Lárus B. Lárusson, varaformaður UMSK, Margrét Björnsdóttir, formaður Íþróttafélagsins Glóðar, Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, Árni Pétursson úr Gróttu, Valdimar S. Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri UMSK, og Eiríkur Mörk Valsson úr Breiðabliki. Ljósmyndina tók Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==