Aldarsaga UMSK 1922-2022

559 yngsta blakfólkið en sem keppnishús fyrir fullorðna náði það hvorki löglegri lengd, breidd né hæð. Salurinn í Kársnesskóla hentaði heldur ekki sem blaksalur, í UMSK-blaði frá árinu 1995 segir: „Fyrstu árin var æft í salnum í Kópavogsskóla og í Kársnesskóla en sá salur var alveg handónýtur fyrir blakæfingar því teppi var á gólfinu og netadræsur héngu í loftinu og boltarnir sátu alltaf fastir þar.“768 Fram til ársins 1983 var íþróttahús Hagaskóla í Reykjavík heimavöllur HK í blaki en eftir að íþróttahúsið í Digranesi kom til sögunnar það ár fóru meistaraflokkarnir hjá HK að blómstra. Tíu árum síðar (1993) vann félagið þrefalt í karlaflokki, varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og bikarmeistari. Félagið hefur reyndar endurtekið þann leik oftar en einu sinni. Nú á dögum er öflug blakdeild innan HK, iðkendur eru um 300 á breiðu aldursbili, lið karla og kvenna eru í fremstu röð. Blakdeild HK er með aðstöðu í íþróttahúsinu í Fagralundi í Kópavogi. Afturelding Aðstöðuleysi háði mosfellsku íþróttafólki fram eftir 20. öld, um miðbik aldarinnar æfðu þeir og kepptu í handknattleik í Hálogalandsbragganum í Reykjavík; félagsheimilið Hlégarður var vígt árið 1951 og ekki hentaði það fyrir handknattleik eða knattspyrnu, hinsvegar var Kvennablaklið HK árið 2021. Ungt afreksfólk Árið 2015 var í fyrsta skipti bæði kjörinn íþróttamaður og íþróttakona HK, blakararnir Elísabet Eiríksdóttir og Lúðvík Már Matthíasson hlutu þessi sæmdarheiti og voru vel að þeim komin. Um þau segir í ársskýrslu UMSK: „Elísabet er mikil íþróttakona sem gerir miklar kröfur til sjálfrar sín. Hún er þrátt fyrir ungan aldur orðin besta strandblakskona og inniblakskona landsins sem er sannarlega frábær árangur hjá 16 ára gamalli stúlku. Elísabet stundar báðar blakgreinarnar af mikilli samviskusemi og setur sér háleit markmið. Hún er prúðmennskan uppmáluð og ber með sér góðan þokka sannrar íþróttakonu. Fyrirmynd innan sem utan vallar. Elísabet er félagslynd og tekur virkan þátt í starfi blakdeildar HK. Lúðvík er 18 ára gamall en hefur þrátt fyrir ungan aldur náð langt í íþrótt sinni. Á árinu 2014 vann HK alla stóru titlana þrjá sem í boði voru í blakinu eða deildar-, Íslands og bikarmeistarar. Þetta var í þriðja sinn í röð sem félagið varð Íslandsmeistari. Það vekur eftirtekt innan félags og utan að einstaklingur svo ungur að árum stýri liði sínu jafn vel og Lúðvík gerir.“769

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==