Aldarsaga UMSK 1922-2022

558 var milli íþróttagreina um tíma í íþrótttahúsinu Ásgarði, einnig var blakaðstaðan í íþróttahúsinu á Álftanesi betri en í Garðabænum. Þessi vistaskipti blaksins urðu til þess að blakstarfið innan Stjörnunnar færðist yfir til Ungmennafélags Álftaness. Um þá ákvörðun segir Vignir Hlöðversson, leikmaður og þjálfari hjá Stjörnunni um árabil: „Þótt ég geri mér auðvitað grein fyrir því að aðstaðan á Álftanesi sé meiri og betri en í Ásgarði finnst mér það svolítið sorglegt að blakið sé ekki lengur í nafni Stjörnunnar. Þegar litið er til baka held ég að ekki verði annað sagt en að blakíþróttin hafi gert mikið fyrir Stjörnuna og hafi átt sinn þátt í að halda merki félagsins hátt á lofti.“766 Álftnesingar tóku blakboltanum opnum örmum, íþróttin varð afar vinsæl hjá þeim, bæði karla- og kvennaflokkur tóku þátt í Íslandsmótinu og karlaliðið æfði með Stjörnunni. Einnig voru haldin blaknámskeið fyrir unga iðkendur. Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) Líkt og önnur félög steig HK blakölduna sem reis á 8. áratugnum, blakdeild félagsins var stofnuð 24. september 1974, frumkvæði að því höfðu Júlíus Arnarson, Þorvarður Áki Eiríksson, formaður HK, og Albert H.N. Valdimarsson. Albert var formaður deildarinnar í rúm 20 ár, auk þess keppti hann með meistaraflokki og öldungaflokki, þjálfaði yngri flokkana og lagði mikla áherslu á að byggja upp barna- og unglingastarf félagsins. Litla íþróttahúsið við Kópavogsskóla hentaði vel fyrir Landsliðsmaður í 26 ár Vignir Hlöðversson (f. 1967) átti glæstan feril sem blakmaður í Stjörnunni og lék einnig um skeið með HK. Vignir var keppnismaður í marga áratugi og margfaldur meistari, árið 2008 var hann valinn blakmaður Íslands af Blaksambandinu og kosinn íþróttamaður Garðabæjar sama ár. Vignir lék sinn fyrsta landsleik þegar hann var tvítugur og var landsliðsmaður í 26 ár. Þessi mikli afreksmaður kynntist blakinu hjá Júlíusi Arnarsyni íþróttakennara eins og fram kemur í sögu Stjörnunnar eftir Steinar J. Lúðvíksson: „Meðal strákanna sem kynntust blakinu hjá Júlíusi í barnaskólanum var Vignir Hlöðversson sem átti eftir að eiga einstakan feril í íþróttinni bæði sem leikmaður og þjálfari. „Ég var 10 ára þegar ég kynntist blakinu og ári síðar var ég farinn að æfa reglulega,“ segir Vignir og bætir því við að blakið hafi strax átt vel við hann og raunar systkini hans líka sem komu mjög við sögu íþróttarinnar hjá Stjörnunni. Vignir lék með öllum yngri flokkum Stjörnunnar, upp í 2. flokk, en skipti þá yfir í Kópavogsfélagið HK. „Á þessum tíma var enginn 2. flokkur, né meistaraflokkur starfræktur hjá Stjörnunni,“ segir Vignir. „Það vantaði ekki bara aðstöðu til æfinga heldur líka þjálfara.“ Júlíus þjálfaði alla krakkana og var það ærinn starfi. Gott samband var milli hans og Alberts Valdimarssonar sem gerði allt sem gera þurfti hjá blakdeild HK og það gerðist næstum sjálfkrafa að Stjörnumennirnir færu þangað þegar starfinu hjá Stjörnunni sleppti. HK hafði góða æfingaaðstöðu og hjá þeim var Vignir fram til ársins 1997 er hann kom aftur „heim“ í Stjörnuna. Á HK-tímabilinu var Vignir valinn efnilegasti blakmaðurinn á Íslandi og hann var einn af burðarásum HK liðsins sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla á þessum árum.“767 Vignir Hlöðversson var kjörinn íþróttamaður Garðabæjar árið 2008.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==