Aldarsaga UMSK 1922-2022

551 Lyftingar Allskyns aflraunir hafa lengi fylgt mannkyninu en lyftingar sem íþrótta- og keppnisgrein kom fyrst til sögunnar um miðja 20. öld, í nokkrum löndum Evrópu. Lyftingar eru aflraunaíþrótt sem er fólgin í því að lyfta þyngdum eftir ákveðnum reglum. Dæmi um slíkar greinar eru snörun og jafnhöttun sem ganga undir nafninu ólympískar lyftingar, í kraftlyftingum er hinsvegar keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Á Íslandi urðu lyftingar keppnisíþrótt á 7. áratugnum þegar lyftingadeildir voru stofnaðar innan Glímufélagsins Ármanns og KR, íþróttagreinin breiddist síðan út um land og fyrsta Íslandsmótið í lyftingum var haldið árið 1971.754 Lyftingasamband Íslands var stofnað 27. júní 1973 og gekk strax í ÍSÍ. Innan UMSK starfa nokkur lyftingafélög og lyftingadeildir sem hér verður greint frá, þau voru öll stofnuð á árabilinu 2009–2013, stofnár þeirra kemur fram í fyrirsögnunum. Kraftlyftingadeild Breiðabliks – 2009 Árið 2009 var kraftlyftingadeild stofnuð innan Breiðabliks, strax á öðru starfsári deildarinnar voru skráðir iðkendur 70 talsins, meðal þeirra voru margir öflugir kraftlyftingamenn og -konur. Kraftlyftingadeildin hefur æfingaaðstöðu í rýminu Camelot, staðarbragnum þar var lýst með þessum orðum í ársskýrslu UMSK árið 2018: „Mikinn styrk og eljusemi má ætíð finna í Camelot, aðal lyftingaaðstöðu kraftlyftingadeildar Breiðabliks. Blikinn Ellen Ýr tók m.a. þátt í sínu fyrsta alþjóðamóti og stóð sig með ágætum. Hún hefur verið sigursæl undanfarin ár og er þrefaldur Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum og hefur sett fjölda Íslandsmeta.“755 Árið 2020 hafði heimsfaraldurinn mikil áhrif á starfLyftingasamband Íslands var stofnað árið 1973. Sóley Margrét Jónsdóttir úr Breiðabliki lyftir. Guðfinnur Snær Magnússon úr Breiðabliki lyftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==