Aldarsaga UMSK 1922-2022

550 Tennisfélag Kópavogs og Tennishöllin Hinn 4. júní 1991 var Tennisfélag Kópavogs stofnað og gekk sama ár í UMSK. Stofnfélagar voru 103 og var Sigurður Þorsteinsson kjörinn fyrsti formaður félagsins sem hefur haldið námskeið og æfingar í tennis fyrir alla aldurshópa, ekki síst fyrir börn og unglinga. Í lögum félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að veita félagsmönnum sínum tækifæri til að iðka hvers konar félags- og tómstundastarfsemi, sem tengist tennisíþróttinni.“751 Einstaklingar úr Tennisfélagi Kópavogs hafa verið í fremstu röð á Íslandi, til dæmis Arnar Sigurðsson, Birkir Gunnarsson, Íris Staub og Vladimir Ristic. Árið 2017 kepptu fimm félagsmenn í íslenska landsliðinu: Anna Soffía Grönholm, Sofía Sóley Jónasdóttir, Selma Dagmar Óskarsdóttir, Birkir Gunnarsson og Vladimir Ristic. Tennisfélag Kópavogs hefur annast nokkur Evrópumót í samvinnu við aðra en gjörbreyting varð á allri æfinga- og keppnisaðstöðu þegar Tennishöllin við Dalsmára í Kópavogi var opnuð 20. maí 2007. Tennishöllin er miðstöð tennis á Íslandi, þar eru bæði inni- og útivellir og hægt að leigja velli fyrir alla getuhópa. Tennishöllin var stækkuð árið 2019, þar eru nú fimm innivellir, sex tennisfélög æfa í höllinni, tvö þeirra eru af félagssvæði UMSK: Tennisfélag Kópavogs og Tennisfélag Garðabæjar. Tennisfélag Garðabæjar (TFG) Félagið var stofnað 4. desember 2008 og tók höndum saman við tennisdeild Ungmennafélags Álftaness eftir að sveitarfélögin Garðabær og Álftanes sameinuðust árið 2013. TFG hefur vaxið og dafnað, starfsemin er tvíþætt, annarsvegar er um að ræða æfingar í mini-tennis í Garðabæ og hinsvegar æfingar sem fara fram í Tennishöllinni í Kópavogi í samstarfi við önnur félög. Starfsemi TFG er lýst þannig á heimasíðu félagsins: „Þátttakendur í starfi félagsins fer fjölgandi með hverju árinu. Nálægt 50 krakkar hjá félaginu æfa tennis 2–5 sinnum í viku allan veturinn en mun fleiri krakkar taka þátt í starfinu á sumrin þ.e. í Tennis- og leikjaskólanum en Tennisfélag Garðabæjar er í samstarfi við Tennisfélag Kópavogs og Tennisdeild BH [Badmintonfélags Hafnarfjarðar] í Hafnarfirði um vetrar- og sumarstarf fyrir börn og unglinga. TFG er með æfingaraðstöðu í Ásgarði og tennishöllinni. … Tennisfélag Garðabæjar hefur haft aðstöðu í Tennishöllinni Dalsmára og þó aðstaðan sé í Kópavogi þá hefur nálægð Smárans við Garðabæ gert það að verkum að aðstaðan hefur nýst félaginu mjög vel og eru hlutfallslega margir Garðbæingar að æfa tennis miðað við önnur sveitarfélög í nágrenninu.“752 Félagsaðstaðan í Tennishöllinni hefur verið bætt og einnig voru byggðir þar tveir padel-vellir, svonefndur padel-tennis er ný íþróttagrein hérlendis og á vaxandi fylgi að fagna.753 Ungir tennisiðkendur í Kópavogi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==