Aldarsaga UMSK 1922-2022

533 Birna Jóhannsdóttir voru valdar í landslið fyrir Norðurlanda- og Evrópumót. Mikil fjölgun iðkenda hefur orðið hjá fimleikadeildinni og eru þeir nú orðnir fleiri en 600 talsins og komast færri að en vilja.“709 Þjálfarar eru 10–15 talsins, nær eingöngu konur. Árið 2023 var Guðjón Rúnarsson formaður deildarinnar og Ólöf Línberg Kristjánsdóttir var framkvæmdastjóri. Árið 2020 urðu miklar takmarkanir um allt land vegna heimsfaraldurs, Gróttufólk líkt og aðrir þurfti að grípa til ýmissa ráða, í ársskýrslu UMSK fyrir árið 2020 segir frá því: „Þjálfarar og iðkendur hafa þurft að aðlaga sig að breyttum aðstæðum vegna lokana, hólfaskiptinga og fjöldatakmarkana á árinu. Í hléinu sinntu iðkendur heimaæfingum af kappi og eiga hrós skilið fyrir jákvæðni og þrautseigju. Það er áskorun að breyta fimleikaþjálfun í fimleikasal yfir á rafrænt form en með samstilltu átaki var reynt að hafa æfingar og áskoranir áhugaverðar og spennandi fyrir alla iðkendur fimleikadeildar.“710 Á þessu heimsfaraldursári voru iðkendur deildarinnar hátt í 700, á aldrinum 2–18 ára. Þjálfararnir skiptu nokkrum tugum, voru ýmist aðalþjálfarar eða aukaþjálfarar.712 Yngsti aldursflokkurinn er kallaður stubbar og þeir mæta í svokallaða stubbafimi sem er lýst þannig: „Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum. Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum. Kennt er á laugardags- og sunnudagsmorgnum.“713 Formannatal fimleikadeildar Gróttu – Hildigunnur Gunnarsdóttir – Guðrún Vilhjálmsdóttir – Margrét Einarsdóttir – Þuríður Halldórsdóttir – Margrét Einarsdóttir – Gunnar Lúðvíksson – Ingibjörg Ásgeirsdóttir – Margrét Pétursdóttir – Jórunn Þóra Sigurðardóttir – Friðrika Harðardóttir – Ásta Sigvaldadóttir – Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Guðrún Edda Haraldsdóttir – Sigurður Örn Jónsson – María Björg Magnúsdóttir – Guðjón Rúnarsson714 Gróttustúlkur sýndu leikni sína á 30 ára afmælishátíð fimleikadeildar Gróttu vorið 2016. Ljósmynd: Eyjólfur Garðarsson. 99 ára aldurstakmark Fimleikadeild Gróttu gengst fyrir æfingum fyrir fullorðna sem er lýst þannig á heimasíðu deildarinnar: „Krefjandi alhliða hreyfing fyrir konur og karla frá 18–99 ára. Bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Ekki er nauðsynlegt að hafa fimleikagrunn, bara áhuga. Tímarnir skiptast í upphitun, fjölbreyttar fimleikaæfingar og þrekæfingar. Skemmtilegir tímar fyrir fólk sem vill vera í formi og stunda fimleika í góðum félagsskap.“711

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==