Aldarsaga UMSK 1922-2022

532 2010. Þá fjölgaði iðkendum mikið, fimleikadeildin varð stærsta deildin innan Stjörnunnar og aðstaðan sú besta sem völ var á innanlands. Fimleikahúsið gerði það kleift að hægt var að stunda hópfimleika í miklu meiri mæli en áður. Árangur varð mun betri og liðsmenn Stjörnunnar létu að sér kveða á stórmótum og með landsliðinu. Iðkendafjöldinn stórjókst (um 70%) og varð um 600 einstaklingar, þjálfarar voru um 30 talsins.705 Fjölmargir sigrar og titlar hafa fallið Stjörnustúlkunum í skaut, þær hafa bæði orðið Íslands- og bikarmeistarar og einnig Norðurlandameistarar á árunum 2015 og 2017. Gyða Kristmannsdóttir var yfirþjálfari fimleikadeildarinnar í meira en áratug, hún sagði í viðtali þegar hún leit yfir farinn veg: „Í fimleikadeildinni byggðist starfið upp af mörgum þáttum. Auðvitað voru iðkendur og þjálfarar í aðalhlutverkinu en hinn félagslegi þáttur hafði mikið að segja. Foreldrastarfið í deildinni hefur alla tíð verið mjög öflugt og í raun var það svo að allir voru tilbúnir að leggja lið ef með þurfti. Samheldni og vinátta eru þættir sem seint verða fullmetnir en eru meðal grunnþátta árangurs.“706 Fimleikar á Seltjarnarnesi Fimleikadeild Gróttu tók til starfa árið 1985, helstu hvatamenn að stofnun deildarinnar voru Gunnar Lúðvíksson, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir, Guðrún Ína Einarsdóttir, Lára Sveinbergsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir sem var kosin formaður.707 Í lögum deildarinnar segir: „Tilgangur Fimleikadeildar Gróttu er iðkun og keppni í fimleikum. Sérstök áhersla er lögð á að stuðla að líkamlegu, andlegu og félagslegu uppeldi og heilbrigðu líferni.“708 Fyrsta veturinn var fimleikadeildinni aðeins úthlutað tveimur klukkustundum á viku í íþróttahúsi bæjarins, iðkendur voru 6–10 ára drengir og stúlkur. En áhugi á íþróttagreininni óx jafnt og þétt, á öðru starfsári voru iðkendur um 80 talsins og yfir eitt hundrað á því þriðja. Gjörbreyting varð á íþróttahúsakostinum á Nesinu árið 1989 þegar ný bygging kom til sögunnar með aðstöðu fyrir fimleika, meðal annars var þar fimleikagryfja, sú fyrsta á Íslandi. Nýja húsið rúmaði ekki alla iðkendurna og fóru æfingar einnig fram í svonefndu Ísbjarnarhúsi um skeið en sérstakur fimleikasalur í íþróttahúsinu var tekinn í notkun árið 1999. Grótta eignaðist sitt fyrsta landsliðsfólk á 10. áratugnum, síðan hefur bæst í þann hóp, í dag státar félagið af afreksfólki sem hefur unnið marga titla. Starfsemi fimleikadeildarinnar árið 2019 var lýst þannig í ársskýrslu UMSK: „Starf fimleikadeildar, sem er stærsta deild félagsins, hefur gengið vel og tók félagið í notkun nýtt fimleikahús um vorið 2019 sem gjörbreytir allri aðstöðu félagsins. Nanna Guðmundsdóttir og Laufey Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu varð Íslandsmeistari í fjölþraut árið 2021, sama ár var hún kjörin íþróttakona ársins hjá félaginu. Með henni á myndinni er Valgarð Reinhardsson úr Gerplu sem var Íslandsmeistari í fjölþraut 2021. Árið áður féll Íslandsmeistaramótið niður vegna COVID faraldurs. Forsíða fimleikabókar sem kom út árið 1947, 20 árum áður en Grótta var stofnuð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==