Aldarsaga UMSK 1922-2022

481 Knattspyrna karla og kvenna. Austur-Húnvetningar sigruðu í knattspyrnu karla, unnu HSÞ óvænt í úrslitaleiknum, 2–0. UMSK og UÍA kepptu til úrslita í knattspyrnu kvenna, UMSK sigraði 1–0. Körfuknattleikur karla. Njarðvíkingar (UMFN) höfðu sigur líkt og löngum áður, þeir unnu lið Skarphéðins í æsispennandi úrslitaleik, 76–72 í troðfullu íþróttahúsi. Lið HSK var skipað leikmönnum úr Íþróttafélaginu Hamri í Hveragerði. Skák. Nokkuð hafði fækkað á skákmannabekknum frá síðasta landsmóti en sex sveitir leiddu saman taflmenn sína að þessu sinni. Ungmennafélag Akureyrar (UFA) sigraði með nokkrum yfirburðum en UMSK lenti í 5. sæti. Skotfimi var nýlunda á landsmóti, keppt var í fjórum undirgreinum íþróttarinnar sem hér segir: Stöðluð skammbyssa, enskur riffill, loftskammbyssa og loftriffill. Arnfinnur Auðunn Jónsson (UMSK) sigraði í tveimur greinum og átti stærstan þátt í sigri UMSK sem hlaut helmingi fleiri stig en Ólafsfirðingar sem lentu í 2. sæti. Starfsíþróttir. Þar voru greinarnar jafn misjafnar og þær voru margar, níu talsins, og þegar stigin voru lögð saman kom í ljós að heimamenn í UÍA voru í 1. sæti, HSK í 2. sæti og UMSK í 3. sæti. Finnur Pétursson, sem keppti fyrir Héraðssambandið Hrafna-Flóka (HHF), var hlutskarpastur í dráttarvélaakstri. Í sögu UMFÍ er keppninni lýst með þessum orðum: „Áhorfendur fylgdust agndofa með köppunum þeysa á dráttarvélinni þar sem flestum hefði þótt nógu erfitt að leiða reiðhjól um villulaust.“613 Heimamenn úr UÍA höfðu þrefaldan sigur í gróðursetningu og Sigfús Víkingsson náði langbesta árangrinum. Þriggja manna sveit úr UMSK sigraði í hestadómum, sveitina skipuðu Halldór Guðnason, Sævar Kristjánsson og Sigurður Sigurðarson. UÍA lenti í 2. sæti og Skarphéðinsmenn í því þriðja. Keppni í jurtagreiningu var hnífjöfn; ef hægt er að tala um sjónarmun í þessari grein var hann sannarlega til staðar að þessu sinni. Þorsteinn Bergsson (UÍA), sauðfjárbóndi á Unaósi við Héraðsflóa, bar sigur úr býtum en munurinn á fyrsta og fjórða sæti var sáralítill. 13 einstaklingar tóku þátt í keppninni „lagt á borð“. Þuríður Ingvarsdóttir HSK sigraði og móðir hennar, Einvígi í stönginni Árið 2001 höfðu Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir náð framúrskarandi árangri í stangarstökki og var þeim boðið til sérstakrar keppni á landsmótinu. Það stefndi í skemmtilegt einvígi milli þeirra og að auki tóku þrír öflugir stangarstökkvarar frá Bandaríkjunum og Svíþjóð þátt í keppninni. Um 5000 áhorfendur voru mættir á Vilhjálmsvöll til að fylgjast með keppninni sem sagt er frá í sögu UMFÍ: „Þórey Edda var vel stemmd og átti góðar tilraunir við Íslandsmetið, 4,51 metra, en felldi naumlega. Áhorfendur hrifust af þessum afrekskonum og fögnuðu þeim innilega. Þórey Edda og Vala höfðu nóg að gera við að gefa eiginhandaráritanir og litlar stúlkur með stjörnur í augum fylgdu þeim hvert fótmál. Stangarstökkið var einn af hápunktum mótsins og eftirminnilegt öllum sem á horfðu.“611 Vala var einnig í viðtali hjá blaðamanni DV og gaf mótinu þessa umsögn: „Það er búið að vera svakalega gaman og frábært að sjá hvað aðstaðan hér er góð sem og skipulagið allt. … Það er svo skemmtileg stemning hér og gaman að fylgjast með þessum óhefðbundnari keppnisgreinum eins og pönnukökubakstri og ýmsum fleiri og léttleikinn og glaðværðin eru höfð í hávegum. Það er sérstaklega gaman fyrir mig að koma hingað og keppa því ég var hér í sveit á sumrin í gamla daga og á héðan góðar minningar,“ sagði Vala og hélt ótrauð áfram að gefa eiginhandaráritanir með glöðu geði.“612 Þær Vala og Þórey Edda voru báðar á leið á heimsmeistaramótið í Kanada síðar um sumarið og þar kom að Þóreyju Eddu tókst að slá Íslandsmet Völu, þegar hún stökk 4,60 m árið 2004. Það Íslandsmet stendur enn. Afrekskonurnar Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir háðu stangarstökkseinvígi á Vilhjálmsvelli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==