Aldarsaga UMSK 1922-2022

451 stóðu yfir heila helgi. Þegar mest var skiptu keppendur hundruðum og mótið var fjölsóttasti frjálsíþróttaviðburðurinn fyrir yngsta íþróttafólkið. Valur Óskarsson orti sérstakan mótssöng Gogga galvaska sem var sunginn undir kvæðinu Þórsmerkurljóð: Hérna leikur allt í lyndi Goggi galvaski íþróttir eru þitt líf og yndi Goggi galvaski. Og þess vegna nokkuð tryggt ég tel að takist mótið okkar vel í Mosfellsbænum á Varmárvelli Goggi galvaski. Þú hendist yfir hástökksrána Goggi galvaski og horfir á blaktandi félagsfána Goggi galvaski. En eins og hér geta allir séð er aðalmálið að vera með í Mosfellsbænum á Varmárvelli Goggi galvaski. Frjálsíþróttaþjálfari Mosfellinga, Hlynur Chadwick Guðmundsson, var lengi „fóstri“ Gogga galvaska og potturinn og pannan í mótshaldinu. Hann sagði í viðtali árið 2022: „Ég kom fyrst að Gogga galvaska sumarið 1993, samstarfið við UMSK var þar lykilatriði, öll þessi ár fengum við ævinlega mikinn stuðning frá sambandinu. Baráttan við veðrið gat verið flóknasti þátturinn við að halda svona viðamikinn utanhússviðburð sem stóð yfir í þrjá daga. Þegar veðrið var slæmt gerði UMSK allt sem það gat til að koma okkur í skjól, reisti stórt tjald á staðnum sem nýttist vel. Goggamótin voru árviss viðburður í mörg ár en síðan féllu þau niður vegna skorts á fjármunum til viðhalds á Varmárvelli. Þetta var sárt en svona var þetta.“561 Goggi galvaski á Varmárvelli. 120 síðna fax Í nokkra áratugi starfaði svonefndur íþróttadómstóll innan UMSK. Þangað var hægt að vísa ágreiningsmálum sem snertu aðildarfélögin með einum eða öðrum hætti. Birgir Ari Hilmarsson, sem var framkvæmdastjóri UMSK í 17 ár, var einnig starfsmaður og ritari dómstólsins. Hann var spurður að því hvort mörg mál hefðu komið til kasta dómstólsins á þessum árum. „Já, það var þó nokkuð um kærur af ýmsum toga, segir Birgir Ari, þeim þurfti að skila til okkar í þríriti. Ég man eftir einni kærunni sem barst í gegnum faxtæki sem þá voru algeng og þóttu mikið þarfaþing á skrifstofum. Málskjölin þöktu um 40 blaðsíður ásamt fylgiskjölum og hafði sendandinn sett þau samviskusamlega þrisvar sinnum í faxtækið hjá sér. Þegar ég mætti um morguninn á skrifstofuna var 120 síðna langt fax út um allt gólf!“562 Á sínum tíma þóttu faxtækin mikið þarfaþing.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==