Aldarsaga UMSK 1922-2022

345 Á 8. áratugnum var blásið nýju lífi í leikstarfsemi Aftureldingar sem hafði verið blómleg á árum áður. Félagið færði upp gamanleikinn „Allra meina bót“ eftir „Patrek og Pál“ árið 1970 með tónlist eftir Jón Múla Árnason. Síðasta leikritið sem Afturelding sýndi var finnska leikritið „Önnur veröld“, árið 1976, í leikstjórn Sigríðar Þorvaldsdóttur. Síðar það sama ár var Leikfélag Mosfellssveitar stofnað og lifir enn blómlegu lífi. Leiklistin í Mosfellshreppi fann sér nýjan farveg en Afturelding einbeitti sér að íþróttunum. Á 8. áratugnum voru deildir stofnaðar innan Aftureldingar kringum einstakar íþróttagreinar, fyrst handknattleiksdeild árið 1973, fyrsti formaður hennar var Ingólfur Árnason og veturinn 1972–1973 tók karlalið Aftureldingar þátt í Íslandsmótinu. Knattspyrnudeild var stofnuð árið 1974, fyrsti formaður hennar var Hafsteinn Pálsson. Frjálsíþróttadeild var stofnuð sumarið 1975, fyrsti formaður hennar var Bjarki Bjarnason. Íþróttahúsið á Varmá var vígt árið 1977, það voru tímamót í sögu Aftureldingar sem hélt áfram að vera kjölfestan í íþróttalífi sveitarfélagsins og er núna eitt elsta starfandi ungmennafélag landsins. Allt er þegar þrennt er Landsmót UMFÍ á Akureyri 10.–12. júlí 1981 Nýir tímar – nýjar greinar Fyrsta landsmót UMFÍ var haldið á Akureyri á þjóðhátíðardaginn 1909, það var 13 árum áður en Ungmennasamband Kjalarnesþings var stofnað. Aftur var efnt til landsmóts á Akureyri árið 1955 og 17. landsmót UMFÍ fór þar fram 10.–12. júlí l981. Allt er þegar þrennt er! Formaður landsmótsnefndar var Þóroddur Jóhannsson sem annaðist einnig framkvæmdastjórn mótsins ásamt Sigurði Harðarsyni. Ómar Ingvarsson teiknaði merki mótsins og vísaði það til Akureyrarkirkju og Hvítbláins, auk þess sem þar sem mátti lesa dagsetningar mótsins. Um þetta leyti varð íslenskt íþróttalíf fjölbreyttara með hverju árinu sem leið, það kallaði á viðameira landsmót. Ákveðið var að reikna júdó og blak karla til stiga á mótinu og íþróttir fatlaðra, fimleikar, lyftingar og siglingar voru sýningargreinar. Í siglingum var keppt í mismunandi flokkum og þar komu félagar úr Ými í Kópavogi og Vogi í Garðabæ mjög við sögu. Þeir óku norður með um 20 báta, það var ekki auðvelt verk að setja 16 feta bát upp á toppgrind á fólksbíl og aka þannig norður á Akureyri. Einn keppandinn var tvo sólarhringa á leiðinni, með einn bát á toppgrindinni og tvo í aftanívagni. Allt endaði þetta vel, siglingakeppnin fór fram á Pollinum við Akureyri, þar voru kjöraðstæður, yngstu keppendurnir voru 10–11 ára gamlir og þátttakendur stóðu sig með prýði.309 Flestar stúlkurnar sem sýndu fimleika á landsmótinu voru úr Gerplu í Kópavogi. Mikil vakning var í íþróttum fatlaðra um þetta leyti og þess vegna vel við hæfi að kynna þær á mótinu; keppt var í bogfimi, boccia og krullu (curling). Keppendur komu frá íþróttafélögum fatlaðra í Reykjavík og á Akureyri og einnig frá vistheimilinu á Reykjalundi í Mosfellssveit. Tímaþröng og tvö núll Innan UMSK var sérstök landsmótsnefnd að störfum sem hélt nokkra fundi. Nefndarstarfið gekk ekki sem skyldi og að lokum leystist nefndin upp í frumeindir sínar en þá höfðu umsjónarmenn verið fengnir til að annast einstakar keppnisgreinar. Rúmum mánuði fyrir landsmót tók önnur nefnd til starfa, í henni sátu Kristján Sveinbjörnsson, formaður UMSK, Helgi Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK, Aðalsteinn Pálsson og Jóhann Sigurjónsson. Féll það í hlut þessarar nefndar að annast lokaundirbúninginn fyrir mótið sem var ærið verk, meðal annars að afla fjár. Í ársskýrslu sambandsins segir: „Í stuttu máli má segja að starf nefndarinnar hafi einkennst af tímaþröng og skammtíma „reddingum“ enda var ekki nema u.þ.b. mánuður til Landsmóts þegar hún tók til starfa.“310 Fyrir mótið voru saumaðir 250 rauðir og svartir sambandsbúningar og þeir seldir landsmótsförum á hálfvirði, sem var 150 krónur, en öðrum á kostnaðarverði. Þetta kann að þykja lágt verð en þess ber að geta að um áramótin 1980/1981 var gerð myntbreyting og skorin tvö Fyrir landsmótið á Akureyri voru saumaðir 250 rauðir og svartir UMSK-búningar og voru þeir boðnir landsmótsförum til kaups á aðeins 150 krónur. Íslenska krónan hafði verið halastýfð um tvö núll á nýársnótt og samkvæmt nýju myntinni kostaði búningurinn eitt hrognkelsi og einn trjónukrabba.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==