Aldarsaga UMSK 1922-2022

344 Í tíu daga fylgdu fulltrúar frjálsíþróttasambandsins hlaupurunum eftir á sérmerktum bílum og einn þeirra, Sigurður Helgason, lýsti síðasta áfanganum með þessum orðum: „Síðan fjölgaði stöðugt og þegar við komum að borgarmörkum Reykjavíkur var þar mikið fjölmenni. Þar var mikil fánaborg og lúðrasveit lék. Reykvíkingar tóku nú við keflinu og hlupu þá 7 kílómetra sem eftir voru í mark. Vegna gífurlegrar umferðar var erfitt að komast áfram en með góðri aðstoð lögreglu tókst það. Ólafur Unnsteinsson kom með keflið inn á Laugardalsleikvanginn en síðasta spölinn hljóp hin aldna frjálsíþróttakempa Jóhann Jóhannesson og fór vel á því. Honum var fagnað ákaft af hinum fjölmörgu áhorfendum sem beðið höfðu þessa viðburðar í áhorfendastúkunni. Kl. var 8.23 að morgni 26. júní og voru tæpir 10 sólarhringar liðnir frá því hlaupið hófst á sama stað. Að loknum ávörpum var Þór Magnússyni [þjóðminjaverði] afhent keflið til varðveislu og þar með lauk þessu ævintýri, en eftir lifir minningin ein.“305 Sjötugt unglamb Árið 1979 fagnaði Afturelding í Mosfellssveit 70 ára afmæli sínu og var þess minnst með margskonar hætti. Haldinn var hátíðarfundur í Hlégarði, íþróttamót og fimleikasýning í íþróttahúsinu nýja þar sem besta fimleikafólk landsins fór á kostum. Karlalið Aftureldingar í handknattleik lék þá í 3. deild Íslandsmótsins og fór þar með sigur af hólmi. Hittist svo á að kvöldið þegar ljóst var að liðið hefði unnið sig upp í 2. deild var hátíðarfundurinn haldinn, sigurvegararnir komu beint á fundinn og var þeim ákaft fagnað. Voru allir sammála um að þessi sigur væri besta afmælisgjöfin. Frá fyrstu tíð hafði Afturelding verið kjölfestan í félags- og íþróttalífi Mosfellinga og um miðbik aldarinnar rann þar upp mikið blómaskeið, einkum á sviði handknattleiks og frjálsra íþrótta, eins og rakið er framar í þessari bók. En líkt og hjá mörgum félögum hafði saga afmælisbarnsins ekki verið linnulaust blómaskeið. Um 1960 var tekið að dofna mjög yfir starfseminni og árið 1961 var rúmlega tvítugur Mosfellingur kosinn formaður félagsins, það var Sigurður Skarphéðinsson sem átti eftir að koma mikið við sögu UMSK. Hann sagði í viðtali árið 2018: „Mér var eiginlega kastað út í djúpu laugina, því ég var kosinn formaður að mér forspurðum. Hvernig var starfsemi Aftureldingar háttað á þessum árum? Hún var nú ekki umfangsmikil. Blómaskeið handboltans og frjálsra íþrótta var liðið en við vorum með handboltaæfingar í piltaflokki sem ég þjálfaði. Það var engin deildaskipting á þeim árum í Aftureldingu, en starfið var einkum fólgið í frjálsum íþróttum og knattspyrnu karla, konur léku ekki knattspyrnu á þeim árum.“306 Fólksfjölgun í Mosfellshreppi var hæg á 7. áratugnum og um 1970 var Afturelding enn í öldudal, aðstaðan utandyra var slæm og ekkert íþróttahús í sveitarfélaginu. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var í félagsheimilinu Hlégarði árið 1970, var þessi spurning á dagskrá: Er tímabært að leggja félagið niður?307 Niðurstaðan varð sú að UMFA lagði ekki upp laupana, vörn var snúið í sókn og ári síðar var íþróttalífinu í Mosfellssveit lýst með þessum orðum: „Félagar í Aftureldingu hafa stundað íþróttir við erfiðar aðstæður. Viðgerð á íþróttavelli félagsins stendur yfir og háir það allri starfsemi. Um 100 piltar og stúlkur stunda handbolta og sækja æfingar til Reykjavíkur og út á Seltjarnarnes fjórum sinnum í viku. Einnig stunda „old boys“ innanhússknattspyrnu einu sinni í viku. Knattspyrna var æfð í sumar á grasflötum við Varmárvöll, tvisvar í viku. Glíma var æfð í marz, apríl tvisvar í viku. Opið hús var tvisvar í mánuði í vetur, þar var dansað og hlustað á plötur, spilað og leiktæki notuð. Frjálsar íþróttir voru æfðar við Varmárvöll í sumar.“308 Ingólfur Árnason, formaður Aftureldingar, í ræðustól í Hlégarði. Ræðupúltið er merkt Kvenfélagi Lágafellssóknar sem var stofnað árið 1909, sama ár og Ungmennafélagið Afturelding.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==