Aldarsaga UMSK 1922-2022

97 Stjórnir UMSK 19. nóv. 1922 til 24. okt. 1925 Guðbjörn Guðmundsson formaður Guðrún Björnsdóttir ritari Þorlákur Björnsson gjaldkeri 24. okt. 1925 til okt. 1927 Guðbjörn Guðmundsson formaður Guðrún Björnsdóttir ritari Ólafur Marteinsson gjaldkeri Okt. 1927 til okt. 1928 Guðrún Björnsdóttir formaður Hannes M. Þórðarson ritari Guðbjörn Guðmundsson gjaldkeri Okt. 1928–1929 Arngrímur Kristjánsson formaður Hannes M. Þórðarson ritari Guðbjörn Guðmundsson gjaldkeri 1929–1930 Guðbjörn Guðmundsson formaður Hannes M. Þórðarson ritari Rannveig Þorsteinsdóttir gjaldkeri 1930 til 22. nóv. 1931 Guðbjörn Guðmundsson formaður Hjörtur Björnsson ritari Rannveig Þorsteinsdóttir gjaldkeri 22. nóv. 1931 til 15. des. 1935 Gestur Andrésson formaður Grímur Norðdahl ritari Rannveig Þorsteinsdóttir gjaldkeri 15. des. 1935 til 29. okt. 1939 Skúli Þorsteinsson formaður Grímur Norðdahl ritari Gestur Andrésson gjaldkeri 29. okt. 1939 til 24. nóv. 1940 Ólafur Þorsteinsson formaður Grímur Norðdahl ritari Ólafur Andrésson gjaldkeri 24. nóv. 1940 til 14. des. 1941 Ólafur Þorsteinsson formaður Ólafur Þórðarson ritari Ólafur Andrésson gjaldkeri 14. des. 1941 til 13. des. 1942 Ólafur Þorsteinsson formaður Gísli Andrésson ritari Grímur Norðdahl gjaldkeri 13. des. 1942 til 12. des. 1943 Páll S. Pálsson formaður Gísli Andrésson ritari Ólafur Þórðarson gjaldkeri63 Íþróttir í UMSK Lengi vel voru íþróttir ekkert sérlega mikið á dagskrá Ungmennasambands Kjalarnesþings. Ungmennafélagið Velvakandi lét þær að mestu eiga sig en Afturelding og Drengur æfðu ýmsar íþróttir af kappi. Áhuginn var mikill en kunnáttan takmörkuð enda lítið um tilsögn lærðra manna. „Kennari er enginn en lærir hver af öðrum og sjálfum sér,“ sagði í ársskýrslu Drengs til ÍSÍ árið 1922. Helstu íþróttirnar voru „glímur, hlaup, stökk, köst, sund og skautafarir“. Hjá Aftureldingu var staðan svipuð. „Kennara hefir félagið engan. Er á æfingum reynt að fara eftir þekkingu og reynslu þeirra félagsmanna sem lengst eru komnir,“ sagði í skýrslu félagsins til ÍSÍ þetta sama ár. Reglur ÍSÍ bönnuðu héraðssamböndum að senda keppendur á íþróttamót og því kom það af sjálfu sér að íþróttirnar lentu utangarðs hjá UMSK þótt félögin tvö stunduðu þær ágætlega. Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjósarhreppi héldu sitt sameiginlega íþróttamót á hverju ári og voru ein um hituna til að byrja með. En Kjalarneshreppur var þriðji hreppurinn í Kjósarsýslu og þar var stofnað Íþróttafélag Kjalnesinga árið 1923. Stofnun þess var blóðtaka fyrir Aftureldingu sem hafði notið góðs af íþróttamönnum á Kjalarnesi. Nú gengu þeir allir í nýja félagið, þar á meðal hinir fræknu Varmadalsbræður, Ágúst, Þorgeir, Jón og Björgvin Jónssynir og munaði um minna. Þetta átti sinn þátt í því að félagamótin féllu niður árin 1924–1926. Þegar þau hófust aftur hafði Drengur yfirburði yfir Aftureldingu í fjarveru Varmadalsbræðra. Íþróttafélag Kjalnesinga sótti um það vorið 1925 að fá að vera með í íþróttamótum félaganna tveggja. Aftureldingarmenn voru hlynntir því en Drengsmenn sögðu þvert nei og þar við sat í bili. Um svipað leyti kom auðmjúk beiðni frá þeim Þorgeiri og Ágústi Jónssonum í Varmadal um að fá að ganga tímabundið í Aftureldingu. Ástæðan var sú að þeim bauðst að fara til Noregs í glímusýningarflokki UMFÍ en aðeins með því skilyrði að þeir færu á vegum ungmennafélags. Glötuðu synirnir voru

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==