Aldarsaga UMSK 1922-2022

87 lög og ekki varð af neinu. Þegar þriðja boðið barst vorið 1930 þótti mönnum ekki vansalaust að afþakka það líka og fóru að leita út fyrir félagssvæðið eftir ferðafélögum. Hugmyndin var að dreifa þátttökunni og fá með sér ungmennafélaga af Vesturlandi og Norðurlandi. Flestir voru óviðbúnir slíkri langferð og liðssöfnun gekk seint. Loks fengust fjórir til fararinnar og allir voru þeir af Suðurlandi. Þrír voru úr Reykjavík, Jón Þorsteinsson íþróttakennari frá Ármanni, Þórsteinn Bjarnason forstjóri og Guðbjörn Guðmundsson prentsmiðjustjóri úr Umf. Velvakanda og fjórði ferðafélaginn var Jakobína Jakobsdóttir kennari frá Umf. Eyrarbakka. Hér kemur styttri útgáfa af ferðasögu Guðbjörns sem hann birti í Skinfaxa: Félagarnir sigldu af stað með Lyru 17. júlí og komu til Björgvinjar fjórum dögum síðar. Í Björgvin var ungmennafélagið Ervingen, sem fóstraði Jóhannes Jósefsson á sínum tíma og varð til þess að hann stofnaði Ungmennafélag Akureyrar. Þar tók Eirik Hirth, kennari og einn af Íslandsförum, á móti þeim og leiðbeindi á allar lundir meðan þeir dvöldu þar. Þjóðsagan segir að það rigni alltaf í Björgvin og börnin fæðist þar með regnhlífar. Einnig að hestar fælist ef þeir mæti regnhlífarlausum manni en allt reyndust þetta lygasögur því sumar og sól umvafði Íslendinga á ferð sinni þar. Eftir dagsferð um undurfagra náttúru í nágrenninu var þeim búinn fagnaður um kvöldið í húsi ungmennafélagsins. Þar var veisla fram á nótt og margar ræður fluttar á norsku, íslensku og færeysku því margir voru norrænu frændurnir á staðnum. Daginn eftir var þeim félögum afhentur bunki af járnbrauta- og skipafarseðlum og tímatafla. Þurftu þeir ekki annars að gæta en mæta á réttum tíma á bryggjur og brautarstöðvar á ferð sinni áfram og það tókst þeim. Svo var stigið upp í lest og farið til Vors og gist í lýðháskólanum þar. Ekki færri en 57 jarðgöng urðu á leið þeirra og það leyndi sér ekki hvað Norðmenn stóðu Íslendingum óralangt framar í samgöngumálum. Dalir á vesturströnd Noregs eru margir svo þröngir að sprengja hafði þurft úr fjallinu fyrir veginn. Næst var stigið um borð í skip og siglt um Sognfjörð sem er 180 km langur. Úti á sjó var tvisvar skipt um skip þannig að þau lögðust síbyrt saman og farþegarnir löbbuðu yfir rétt eins og þegar menn skipta um strætó á Íslandi í dag. Eftir allmikla ferð þar sem ýmist var siglt, ekið eða farið með lestum lá leið manna um Geirangursfjörð sem er einhver þrengsti og hrikalegasti fjörður Noregs og er þá mikið sagt. Fjörðurinn er 15 km langur og fjöllin 1500 m há. Guðbjörn lýsti umhverfinu þannig: Undirlendi er þar ekkert og bændabýlin sitja á litlum stöllum í fjöllunum. Býlin eru lítil, tún næstum engin, varla kýrfóður og manni sýnast lífsskilyrði engin en þarna lifir fólk góðu lífi og er vel efnum búið. Það gerir litlar kröfur til lífsins og býr vel að sínu, hefir nokkur hundruð geitur, býr til ost úr mjólkinni og flytur hann í næsta kaupstað; það er þeirra verzlunarvara.50 Erlendi Ó. Péturssyni, formanni KR, leist ekkert á hina harðsnúnu víðavangshlaupara Íþróttafélags Kjósarsýslu og hvatti sína menn til að veita þeim keppni. Ungmennafélagar í Noregi 1930. Jón Þorsteinsson, Þórsteinn Bjarnason, Guðbjörn Guðmundsson og Jakobína Jakobsdóttir við bústað sveitaskáldsins Árna Garborgs á Jaðri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==