86 einvígi þeirra á milli. KR átti 1., 2., 5., 10. og 11. mann í hlaupinu og virtist sigur þeirra liggja í loftinu en svo fór þó ekki því 3., 4., 6., 7., 8. og 9. maður að marki voru frá ÍK og réði 9. maðurinn úrslitum. Fyrir fimm fyrstu menn sína hlaut ÍK 28 stig en KR 29 svo mjótt var á munum. ÍK vann því bikarinn en keppendur voru aðeins 15 að tölu. Á sumardaginn fyrsta 1925 keppti ÍK sjötta árið í röð og átti þá möguleika á að vinna bikar númer tvö til eignar. KR-ingar voru staðráðnir í að hindra það og aftur upphófst mikið einvígi. Því lauk með sigri ÍK sem hlaut 34 stig. KR-ingar náðu 39 stigum en Ármenningar voru í þriðja sæti með 52 stig. Þar með vann ÍK Hjaltestedsbikarinn til fullrar eignar og hélt með hann sigri hrósandi til heimabyggða. Eftir þennan sigur varð nokkurt spennufall hjá ÍKingum og 1926 sendu þeir engan keppanda í hlaupið. Næstu árin komu öðru hvoru keppendur til leiks frá ÍK en stórveldistími félagsins í víðavangshlaupum var að baki og fram til 1942 átti það engan keppanda í hópi þriggja efstu manna. Sum árin var enginn keppandi frá ÍK en í önnur skipti tókst að manna fimm manna sveit svo menn voru engan veginn af baki dottnir. Árið 1941 brá svo við að til hlaupsins mættu þrír keppendur undir merki UMSK og var það í fyrsta sinn sem ÍSÍ leyfði héraðssambandi að senda keppendur á íþróttamót í Reykjavík. Þetta var árangur áralangrar baráttu ÍK við Íþróttasamband Íslands sem lengi hafði spyrnt við fótum að veita þessi grundvallarréttindi. En fyrstu sex hlaupin 1920–1925 þar sem Kjósarsýslubúar komu, sáu og sigruðu hafa lengi verið í minnum höfð sem gullaldartími víðavangshlaupara úr Kjósarsýslu. Ævintýraferð til Noregs 1930 Eins og fyrr var frá sagt bauð UMSK fimm norskum ungmennafélögum til Íslands árið 1924. Ekki stóð á Norðmönnum að bjóða heim í staðinn en viðvarandi skortur á ríkidæmi kom í veg fyrir að UMSK gæti þegið það boð. Tvö næstu árin ítrekuðu Norðmenn heimboð sitt til UMSK af mikilli gestrisni en því fór fjarri að heilir fimm ungmennafélagar af svæði héraðssambandsins hefðu efni á þeim lúxus að leggjast í ferðaSigursveitir Aftureldingar í Mosfellssveit og Drengs í Kjós í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta 1922. Þeir sigruðu í fimm manna sveitakeppni og voru yfirburðir þeirra svo miklir að A-sveit félaganna varð í fyrsta sæti en B-sveitin í öðru sæti. Í næstu þremur sætum komu Reykjavíkurfélögin ÍR, Ármann og KR. Keppendur í hlaupinu voru 36. Hér sitja hinir 14 keppendur félaganna fyrir prúðbúnir með bikarinn sem þeir unnu þriðja árið í röð og þar með til eignar. Fremri röð: Bjarni Ólafsson Vindási sem varð í 12. sæti, Elentínus Guðbrandsson Hækingsdal 7. sæti, Magnús Eiríksson Reynivöllum 2. sæti, Guðjón Júlíusson Reynisvatni 1. sæti, Hannes Guðbrandsson Hækingsdal 23. sæti og Axel Ólafsson Saurbæ 30. sæti. Efri röð: Ólafur Ágúst Ólafsson Fossá 14. sæti, Jón Jónsson Varmadal 18. sæti, Ólafur Bjarni Þorkelsson Kollafirði 9. sæti, Axel Grímsson Tungu 19. sæti, Tryggvi Einarsson Miðdal 11. sæti, Lúðvík Sigmundsson Reykjavík 31. sæti, Axel Guðmundsson Korpúlfsstöðum 5. sæti og Benedikt Kristjánsson Álfsnesi 10. sæti.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==