83 Stjórnin var sammála um að sigurvænlegast væri að ungmennafélögin settu sjer takmark í þessum efnum og ynnu að því eftir áætlun til dæmis að eftir 5 ár ætti hvert heimili á sambandssvæðinu sem hefir ráð á landi að rækta grænmeti. Samþykt að leggja þessa hugmynd fyrir hjeraðsþing. Fundi slitið. – Grímur S. Norðdahl ritari.48 Þessa róttæku tillögu lagði Grímur fram á næsta héraðsþingi og þar með að félögin skyldu gefa skýrslu um árangurinn á hverju héraðsþingi næstu fimm árin. Tillagan var snarlega samþykkt og virðist hafa hreyft við mönnum því að á næsta þingi haustið 1934 gladdist Ólafur Þorsteinsson, formaður Velvakanda, yfir því að félögin hefðu unnið kappsamlega að grænmetisrækt. Afturelding hlaut meira að segja fjárstyrk fyrir Rannveig Þorsteinsdóttir Rannveig Þorsteinsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði 6. júlí 1904, dóttir hjónanna Þorsteins Sigurðssonar sjómanns og konu hans Ragnhildar Hansdóttur. Rannveig þráði menntun og lauk Samvinnuskólaprófi tvítug árið 1924. Efnahagurinn leyfði ekki meiri skólagöngu að sinni og dagleg störf tóku við. Hún starfaði hjá afgreiðslu Tímans til ársins 1936 og var samtímis stundakennari við Samvinnuskólann. Hún starfaði sem ritari við Tóbakseinkasöluna til 1946 en var jafnframt í hlutastarfi hjá UMFÍ um nokkurra ára skeið og sá þá meðal annars um leikritasafn félagsins af sérstakri alúð. Næst gerði Rannveig það sem var nánast einsdæmi á hennar tíð. Hún las utanskóla við MR og lauk þaðan stúdentsprófi eftir eins árs nám árið 1946. Þaðan lá leiðin í Háskólann og þar lauk hún lögfræðiprófi á mettíma árið 1949. Varð héraðsdómslögmaður 1952 og hæstaréttarlögmaður 1959. Hún rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík 1949– 1974. Þá er ótalið að hún var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavík 1949–1953, fyrst kvenna. Kjör hennar var mikill persónulegur sigur og átti rætur sínar í hinu mikla félagsmálastarfi hennar þvert á allar flokkslínur. Eins og sjá má af þessu var Rannveig hinn mesti skörungur. Henni voru félagsmál sérlega hugleikin og hún átti einkar fjölþættan feril á þeim vettvangi. Hún var afburða dugleg og ósérhlífin og því eftirsótt til félagsstarfa. Hún var samtímis gjaldkeri hjá UMSK 1929–1935, Umf. Velvakanda 1931–1934, UMFÍ 1933–1940 og ritari Ármanns 1934–1938. Í öllum þessum samtökum var hún einn starfsamasti félaginn og frammistaða hennar hlýtur að flokkast undir einhvers konar Íslandsmet. Rannveig var atorkusamur formaður ferðanefndar hjá Velvakanda og ein af hinum dugmiklu félögum í vikivakaflokki UMSK sem æfði og sýndi hina fögru þjóðdansa víða sunnanlands á fjórða áratugnum. Hún ferðaðist mikið á yngri árum og unni óbyggðum og útivist. Ætíð fremst í flokki í öllum sínum störfum fyrir Velvakanda og UMSK. Á háskólaárum sínum breytti hún um félagsvettvang en lét áfram mikið að sér kveða. Hún var um skeið í stjórn og síðar formaður Kvenfélagasambands Íslands, einnig formaður Kvenstúdentafélags Íslands og Félags háskólakvenna að ógleymdu Félagi framsóknarkvenna en hún stóð að stofnun þess og stýrði því í 13 ár. Þá var hún félagi í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, þeim fyrsta hérlendis. Rannveig var óþreytandi að hvetja konur til starfa í félags- og þjóðmálum og var sjálf hamhleypa til slíkra verka eins og sjá má af þessari upptalningu og er þó margs ógetið. Rannveig var prýðilega hagmælt og orti mörg hvatningarljóð til félagasamtaka sem hún starfaði með. Hún ritaði mikið í blöð og tímarit og auk stjórnarstarfa hjá kvenfélagasambandinu tók hún að sér skrifstofuhald og afgreiðslu tímaritsins Húsfreyjunnar í allmörg ár. Hún var gædd þeim hæfileika að vera fljót að átta sig á kjarna hvers máls og finna á þeim farsæla lausn. Því vildu allir með henni vinna. Þetta kom sér vel í erilsömu lögmannsstarfi og Lögmannafélag Íslands gerði hana síðar að fyrsta heiðursfélaga sínum. Rannveig lést 18. janúar 1987. Hún var fjölhæf, vel menntuð gáfukona sem var langt á undan sinni samtíð. Rannveig Þorsteinsdóttir var mikilvirk í félagsmálum um sína daga og var meðal annars gjaldkeri UMSK um sex ára skeið.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==