Aldarsaga UMSK 1922-2022

78 Guðrún og Magnús, og héldu um stjórnartaumana. Guðmundur Davíðsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, stóð þarna sem á milli tveggja elda og reyndi að bera klæði á vopnin. Má með sanni segja að þar át hver úr sínum poka. Næsta ársþing UMFÍ var haldið haustið 1924 og þá hættu allir þessir stjórnarmenn. Þar með var stjórnarkreppan úr sögunni en eftir stóð að stjórn UMSK hikaði ekki við að taka í taumana hjá UMFÍ þegar henni sýndist stjórnin hafa farið út af sporinu og leiða hana aftur inn á réttan veg. Stórhátíð á Þingvöllum Sjaldan hefur nokkur þjóð verið eins stolt af þjóðerni sínu og Íslendingar þegar fór að líða að hinni fyrirhuguðu Alþingishátíð á Þingvöllum árið 1930. Þessi þúsund ára afmælishátíð Alþingis vakti mikinn fögnuð í brjósti þjóðarinnar og þá ekki hvað síst ungmennafélaga. Hátíðin var ofarlega í huga fulltrúa á formannafundi UMSK sem haldinn var á Jónsmessunni 1926. Þá voru fjögur ár til stefnu en fundarmenn vissu sem var að svo viðamikla hátíð þurfti að undirbúa vel og vildu hafa þar hönd í bagga. Guðbjörn Guðmundsson, formaður UMSK, hélt erindi og lýsti því hversu mikið metnaðarmál það væri öllum ungmennafélögum að hátíðarhöldin bæru sem mestan þjóðlegan blæ. Hann bar fram eftirfarandi tillögu sem var einróma samþykkt: Árið 1930 verður íslenska þjóðin skoðuð af umheiminum með meiri gagnrýni en nokkru sinni fyrr. Það verður því óskorað metnaðarmál allra góðra Íslendinga að glögglega séu þá dregin fram öll þau einkenni í þjóðlífi voru er sérkenna oss sem sérstaka og sjálfstæða þjóð sem fleira eigi varðveitt en bókmenntir og sögu sína um 1000 ár. Og þar sem allir ungmennafélagar hljóta öðrum fremur að láta þetta mál freklega til sín taka er þess vænst að öll félög geri tillögur um á hvern hátt þeir geti mest og best unnið að þessu takmarki og leggi þær tillögur fyrir næsta héraðs- og sambandsþing.43 Forystumenn fundarins vöktu athygli á því að margt þyrfti að laga á Þingvöllum fyrir hátíðina 1930. Til dæmis þyrfti að bæta þar ýmis jarðspjöll sem Öxará hefði valdið, byggja búð í fornum stíl og margt fleira. Flest benti til að þetta fengist ekki unnið af hálfu ríkisins vegna fjárskorts. Menn sáu þó ýmsar leiðir til úrbóta eins og sagði í fundargerðinni: Frá setningu Alþingishátíðarinnar við Lögberg á Þingvöllum 1930.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==