Aldarsaga UMSK 1922-2022

77 Guðbjörn formaður fylgdi þessu eftir og beitti sér fyrir því að UMSK sendi bréf til stjórna allra héraðssambanda innan UMFÍ og bað þær liðsinnis að skora á þau Magnús og Guðrúnu að taka aftur sæti sín í stjórn. Tíminn var naumur og til að leggja áherslu á það var beðið um svar í símskeyti eins fljótt og unnt væri. Ekki stóð á viðbrögðunum. Eftir skamma stund höfðu Austur- og VesturSkaftfellingar, Vestfirðingar, Borgfirðingar, Snæfellingar, Skagfirðingar og náttúrlega UMSK-fólk svarað þessu ákalli og skorað á Magnús og Guðrúnu að ganga aftur til stjórnarstarfa. Þau voru fús til þess og mættu á stjórnarfund haustið 1923. Þar samþykktu þau ásamt Guðmundi Davíðssyni að halda aukaþing UMFÍ um haustið. Ekki varð af þinginu sökum ónógrar þátttöku og það ár sem eftir var af starfstíma stjórnarinnar starfaði hún í tvennu lagi. Þeir Jón Kjartansson og Guðmundur Jónsson mættu ekki á stjórnarfundi en sáu um útgáfu Skinfaxa ásamt nýjum ritstjóra, Gunnlaugi Björnssyni. Andspænis þeim stóðu hinir endurheimtu stjórnarmenn, Hópur ungmennafélaga með fána landsfjórðunganna á Alþingishátíðinni 1930. Fyrir miðju er Sigurður Greipsson með fána UMFÍ en framan við hann situr Guðbjörn Guðmundsson. Við hlið Sigurðar stendur Björn Guðmundsson við fána Vesturlands með mynd griðungsins. Jóhannes Jósefsson á Borg heldur uppi fána Norðurlands með mynd arnarins. Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Íslands, heldur á fána Austurlands með drekanum og Sveinn Sæmundsson á Lágafelli heldur við fána Suðurlands með bergrisanum. Minningarhátíð um 25 ára starfsemi ungmennafélagsskaparins í Reykjavík var haldin föstudaginn 2. október 1931 fyrir forgöngu Velvakanda. Var hátíðin haldin á Hótel Borg og hófst með borðhaldi kl. 7 eftir hádegi. Saman var komið á annað hundrað manns, flest gamlir fjelagar úr Umf. Reykjavíkur og Umf. Iðunn. Er sest var að borðum setti Guðbjörn Guðmundsson samkomuna og bauð gesti velkomna. Næst tók til máls Guðbrandur Magnússon og mælti fyrir munn Umf.R. Frú Ragnhildur Pjetursdóttir mælti fyrir munn Umf. Iðunn en Guðbjörn Guðmundsson fyrir minni heiðursgestanna sem voru þeir af stofnendum Umf.R er til hafði náðst. Rak eftir það hver ræðan aðra og tóku þessi til máls: Frú Sigurbjörg Ásbjörnsdóttir, frú Svanfríður Hjartardóttir, Tryggvi Þórhallsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ársæll Árnason, Sigurjón Pétursson, Þorkell Clementz og Jón Sívertsen. Hnigu ræður manna mest að því hversu fjelagsskapur þessi hefði haft góð og heillarík áhrif á þá og rifjuðu upp margar góðar og hugljúfar endurminningar frá liðinni tíð. Heillaskeyti barst hófinu frá Guðmundi Þorlákssyni, Jóni Helgasyni og ÍSÍ. Að hverri ræðu lokinni voru sungnir ættjarðarsöngvar og hljómsveit ljek undir. Þá er borð voru upp tekin var stiginn dans til kl. 2 ½ um nóttina og skemmtu menn sér hið besta.42

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==