Aldarsaga UMSK 1922-2022

Þessi bók fjallar um aldarsögu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), allt frá stofnun þess haustið 1922 til ársins 2022. Stofnendur UMSK voru fjögur ungmennafélög úr jafnmörgum sveitarfélögum, réttri öld síðar voru aðildarfélögin 50 talsins. Sum eru fjölgreinafélög, sem leggja stund á margar íþróttagreinar, á meðan önnur iðka eina grein, til dæmis dans, knattspyrnu eða siglingar. Í bókinni fer mörgum sögum fram: Saga sambandsins er rakin en einnig saga einstakra félaga og íþróttagreina; allt verkið mótast af þeim stórkostlegu samfélagsbreytingum sem urðu á fyrrnefndu tímaskeiði. Bókin byggir á fjölbreyttum heimildum, meðal annars viðtölum, ársskýrslum, bókum, blöðum og tímaritum, höfundarnir eru tveir reyndir söguritarar: Jón M. Ívarsson, sem skrifar um árabilið 1922–1962, og Bjarki Bjarnason sem ritar um tímabilið 1963–2022. Auk þess setti Bjarki saman aldarannál UMSK fremst í bókinni og ritstýrði öllu verkinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==