Aldarsaga UMSK 1922-2022

69 vestan heiðar. Aðalræðuna hélt varaformaður UMFÍ, Eiríkur J. Eiríksson. Ræða hans var herhvöt til friðar, menningar og lýðræðis og var vel fagnað af áheyrendum. Næsti samfundur var haldinn 12. desember 1937 í Brúarlandi og var hann á svipuðum nótum og fundurinn 1936. Framhaldið dró dám af því að Umf. Velvakandi var á fallanda fæti og félagið var of fámennt til að halda til lengdar uppi svo fjölbreyttri starfsemi sem verið hafði. Um sinn héldu samfundirnir áfram en svo dagaði þá uppi eins og ýmislegt annað í starfseminni sem ekki var lengur hljómgrunnur fyrir. Hvöt UMSK samþykkti á héraðsþingi sínu í nóvember 1926 að gefa út fjölritað mánaðarblað. Hér fylgdu athafnir orðum því fyrsta tölublaðið kom út strax að þinginu loknu. Það var fjórblöðungur og hlaut nafnið Hvöt. Það var sent ókeypis til ungmennafélaga UMSK, allra héraðssambanda á landinu, til stjórnarmanna UMFÍ, UMSK og ritstjóra Skinfaxa. Vonir stóðu til að ungmennafélagar gerðust kaupendur að blaðinu en afgreiðslumaður þess var Guðbjörn Guðmundsson. Ritnefndina skipuðu þeir Guðmundur Benediktsson, Kristinn E. Andrésson bókaútgefandi og Loftur Guðmundsson rithöfundur. Um tilgang blaðsins stóð á forsíðu að það skyldi ræða áhugamál ungmennafélaga og undirbúa þau fyrir sambandsþing UMFÍ en einnig vera tengiliður milli stjórnar UMSK og félaganna. Flytja tilkynningar og hvatningarorð þar á milli. Ritnefndin setti þegar í upphafi fastmótað skipulag fyrir útgáfu blaðsins. Samkvæmt því átti ritnefndin sjálf að sjá um efnið í öðruhverju blaði en félögin um hin blöðin til skiptis. Þar með var búið að úthluta Aftureldingu desemberblaðinu, Akranes fékk febrúarblaðið, Drengur aprílblaðið og Velvakandi skyldi sjá um blaðið fyrir júní. Þetta gekk eftir að mestu því út komu sjö tölublöð en síðan ekki söguna meir. Reyndin varð sú að minna fór fyrir fréttum og tilkynningum af félagsstarfinu en þess meira bar á ljóðmælum og ræðuhöldum í hástemmdum stíl eins og þá tíðkaðist. Þar með var Hvöt orðið enn eitt félagsblaðið í viðbót við þau sem komu út á vegum ungmennafélaganna. Þegar þar við bættist að fáir urðu til að kaupa það gafst ritnefndin upp á hlutverki sínu eftir hinn tilskilda tíma. En Hvöt átti sína góðu spretti og hér gefur að líta sýnishorn af efni blaðsins á hinu stutta en ágæta æviskeiði þess. Fyrst er brot úr grein eftir Loft Guðmundsson sem nefndist „Þjóðhátíðin 1930“ og birtist í 1. tölublaðinu. Þar var deilt á hinar miklu ráðagerðir, en að höfundi fannst litlu framkvæmdir, fyrir Alþingishátíðina á Þingvöllum: 1930 er merkisár í sögu þjóðarinnar, og við erum óhemju hreyknir af því, að engin þjóð eigi annað eins afmæli á næstunni. Auðvitað ætlum við að halda það hátíðlegt, og sýna með því erlendum gestum, að hjer búi þjóð, sem eigi sjer þúsund ára menningu og sífelt sje á framfara skeiði. Við ætlum að reisa stórhýsi, bæði í Reykjavík og á Þingvöllum, tjalda yfir Almannagjá og hver veit hvað. Við ætlum, við ætlum en á engu er byrjað. Hver nefndin er skipuð eftir aðra. Þær Forsíða Hvatar, blaðs UMSK, sem kom út árin 1926 og 1927.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==