Aldarsaga UMSK 1922-2022

682 Ungmennafélagið Stjarnan Stofndagur: 30. október 1960, hét þá Æskulýðsfélagið Stjarnan. Fyrsti formaðurinn: Garðar S. Gíslason. Árið 1965 var nafni félagsins breytt í Ungmennafélagið Stjarnan sem gekk sama ár í UMSK. Formaður árið 2022: Sigurður Guðmundsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 11.257. Garðabær / Kópavogur – Tvö félög Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Stofndagur: 24. mars 1994. Fyrsti formaðurinn: Finnur Jónsson. Formaður 2022: Guðmundur Oddsson. Fjöldi félagsmanna 2021: 2.589. Hestamannafélagið Sprettur Stofndagur: 29. júní 2012 en þá sameinuðust hestamannafélögin Andvari í Garðabæ og Gustur í Kópavogi. Sprettur gekk í UMSK árið 2013. Fyrsti formaðurinn: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Formaður 2022: Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 1.715. Kjalarneshreppur Ungmennafélag Kjalnesinga * Stofndagur: 26. maí 1938. Félagið gekk í UMSK árið 1941. Fyrsti formaðurinn: Sigurður Loftsson. Við sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur árið 1998 sagði félagið skilið við UMSK og gekk í Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR). Kjósarhreppur – Eitt félag Golfklúbbur Hvammsvíkur * Stofndagur: 29. apríl 1992 og gekk sama ár í UMSK. Fyrsti formaðurinn: Kolbeinn Sigurjónsson. Hestamannafélagið Adam Stofndagur: 8. febrúar 2007, félagið gekk í UMSK árið 2009. Fyrsti formaðurinn: Pétur Blöndal Gíslason. Formaður 2022: Sigurður Guðmundsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 68. Ungmennafélagið Drengur * Stofndagur: 1. ágúst 1915. Fyrsti formaðurinn: Þorgils Guðmundsson. Drengur var eitt af stofnfélögum UMSK árið 1922 en gekk úr sambandinu tæpri öld síðar. Kópavogsbær – 23 félög Bandýfélag Kópavogs * Stofnað í marsmánuði 2006, gekk í UMSK árið 2009. Bogfimifélagið Boginn Stofndagur: 10. júlí 2012, gekk í UMSK 2013. Fyrsti formaðurinn: Guðmundur Örn Guðjónsson. Formaður 2022: Oliver Ormar Sigurðsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 600.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==