Aldarsaga UMSK 1922-2022

681 Hestamannafélagið Sóti Stofndagur: 1. apríl 1989, félagið gekk í UMSK árið 1994. Fyrsti formaðurinn: Ársæll Karl Gunnarsson. Formaður 2022: Jörundur Jökulsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 171. Júdófélag Garðabæjar Stofndagur: 27. maí 2010. Fyrsti formaðurinn: Björn Halldór Halldórsson. Formaður 2022: Björn Halldór Halldórsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 42. Karatefélag Garðabæjar Stofnár: 2021, félagið gekk í UMSK ári síðar. Fyrsti formaðurinn: Díana Katrín Þorsteinsdóttir. Formaður 2022: Rúnar Örn Birgisson. Keilufélag Garðabæjar (KGB) * Stofndagur: 25. maí 1989, félagið gekk í UMSK ári síðar. Fyrsti formaðurinn: Lúðvík Wdowiak. Keilufélagið Keila (KFK) * Stofndagur: 1. febrúar 2004. Fyrsti formaðurinn: Ásgrímur Helgi Einarsson. Knattspyrnufélag Bjarnastaða (KFB) Stofndagur: 1. janúar 2020, félagið gekk sama ár í UMSK. Formaður 2022: Örn Ottesen. Knattspyrnufélag Garðabæjar Stofndagur: 12. mars 2008. Fyrsti formaðurinn: Lárus Guðmundsson. Formaður 2022: Lárus Guðmundsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 24. Knattspyrnufélagið Fyrirtak (KFT) * Stofndagur: 11. nóvember 1987, félagið gekk sama ár í UMSK. Fyrsti formaðurinn: Matthías Hinriksson. Knattspyrnufélagið Skínandi * Stofndagur: 7. janúar 2012. Félagið gekk úr UMSK árið 2020. Kraftlyftingafélag Garðabæjar * Stofndagur: 30. janúar 2011. Lyftingafélag Garðabæjar Stofndagur: 25. mars 2013. Formaður 2022: Árni Björn Kristjánsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 1.125. Siglingaklúbburinn Vogur Stofnár: 1974, Vogur gekk í UMSK árið 1976. Fyrsti formaðurinn: Steindór Gunnarsson. Kringum aldamótin 2000 var engin starfsemi í félaginu, það var endurvakið vorið 2021 og gekk aftur í UMSK. Tennisfélag Garðabæjar (TFG) Stofndagur: 4. desember 2008. Formaður 2022: Eyþór Rafn Þórhallsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 350. Ungmennafélag Bessastaðahrepps (UMFB), Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ) frá 2004 Stofndagur: 6. janúar 1946, félagið gekk í UMSK árið 1950. Fyrsti formaðurinn: Ármann Pétursson. Formaður 2022: Guðjón Þór Þorsteinsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 1.970.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==