Aldarsaga UMSK 1922-2022

680 Félögin í UMSK Stofnfélög UMSK 19. nóvember 1922 voru einungis fjögur, árið 1963 voru aðildarfélögin fimm og 15 talsins árið 1982. Á þeim 100 árum sem UMSK hefur starfað hefur íbúafjöldinn á sambandssvæðinu margfaldast, ný félög komið til sögunnar á meðan önnur hafa lagt upp laupana. Við skýrslugerð árið 2017 kom til dæmis í ljós að sex félög voru óvirk og féllu þau af aðildarlista sambandsins.998 Árið 2022 voru 50 félög innan UMSK sem skiptast þannig eftir sveitarfélögum: Garðabær: 12 félög. Garðabær / Kópavogur: Tvö félög. Kjósarhreppur: Eitt félag. Kópavogsbær: 23 félög. Mosfellsbær: Sex félög. Mosfellsbær / Kjalarnes / Kjós: Eitt félag. Seltjarnarnesbær: Fimm félög. Yfirlitið hér á eftir tilgreinir öll þau félög sem hafa starfað innan UMSK, sum í áratugi, önnur um skemmri tíma og aðeins eitt frá upphafi, Afturelding í Mosfellsbæ. Þau félög sem hafa ekki lengur aðild að sambandinu eru merkt með stjörnu. Akranes – Eitt félag Ungmennafélag Akraness * Stofndagur: 23. janúar 1910. Aðalforgöngumenn viðð stofnun félagsins voru Haraldur Böðvarsson, Oddur Sveinsson og Sveinbjörn Oddsson.999 Félagið gekk í UMSK árið 1923 og starfaði þar fram á 4. áratug aldarinnar. Bessastaðahreppur / Garðabær – 12 félög Árið 2013 sameinuðust Bessastaðahreppur og Garðabær undir nafninu Garðabær. Dansfélag Garðabæjar * Dansfélag Garðabæjar gekk í UMSK árið 2015 en er ekki lengur aðili að sambandinu. Dansíþróttafélagið Rúbín Stofndagur: 20. nóvember 2019, félagið gekk í UMSK árið 2020. Formaður 2022: Nikida Basev. Félagið Kraftur * Félagið gekk í UMSK árið 2008 en var þar um skamma hríð. Golfklúbbur Álftaness (GÁ) Stofndagur: 14. maí 2002. Fyrsti formaðurinn: Doron Eliasen. Formaður 2022: Björn Sveinbjörnsson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 374. Golfklúbbur Garðabæjar * Stofndagur: 17. apríl 1986. Fyrsti formaðurinn: Björn Olsen. Árið 1994 sameinuðust Golfklúbbur Garðabæjar og Golfklúbbur Kópavogs undir nafninu Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Golfklúbburinn Oddur Stofndagur: 14. júlí 1993, klúbburinn gekk í UMSK árið 1994. Fyrsti formaðurinn: Óskar G. Sigurðsson. Formaður árið 2022: Kári Sölmundarson. Fjöldi félagsmanna árið 2021: 1.831. Hestamannafélagið Andvari * Stofndagur: 5. apríl 1965, félagið gekk í UMSK árið 1990. Fyrsti formaðurinn: Helgi K. Hjálmsson. Sögu Andvara lauk árið 2012 þegar Gustur í Kópavogi og Andvari sameinuðust undir nafninu Sprettur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==