Aldarsaga UMSK 1922-2022

68 hann innandyra í Reykjavík í nóvember. Það gekk eftir og fundargerðin var svohljóðandi: 141. fundur Umf. Velvakanda var haldinn í Kaupþingssalnum sunnudaginn 8. nóvember 1936. Gestir voru boðnir frá Umf. Aftureldingu og Dreng og átti fundur þessi að koma í stað samfundarins sem féll niður í sumar. Mættir voru 75 manns, félagar og gestir. Fundurinn hófst með því að samþykktir voru 2 félagar í Velvakanda, Margrét Magnúsdóttir og Einar Sveinsson Nýlendugötu 24. Síðan var sest að borðum og kaffi drukkið. Margar ræður voru haldnar og að lokum var dans stiginn fram eftir nóttu og skemtu menn sér hið besta. Skúli Þorsteinsson, ritari Ólafur Þorsteinsson, formaður29 Samfundurinn 1937 var með nýstárlegu sniði því hann var haldinn 25. júlí í Þrastaskógi í samvinnu við Héraðssambandið Skarphéðin. Fundurinn var auglýstur sem æskulýðsfundur og var ágætlega sóttur af ungmennafélögum austanfjalls en fáir komu þangað sem bjuggu Gestur Andrésson Gestur Andrésson var fæddur að Bæ í Kjós 13. júní 1904, einn 14 systkina. Foreldrar hans voru Andrés Ólafsson, hreppstjóri á Neðra-Hálsi og kona hans, Ólöf Gestsdóttir. Gestur vann lengi á búi foreldra sinna á Neðra-Hálsi og var þar sjálfur bóndi árin 1934–1936. Þá stofnsetti hann nýbýli á hluta jarðarinnar og nefndi það Háls og bjó þar til æviloka ásamt konu sinni, Ólafíu Þorvaldsdóttur frá Bræðraparti á Akranesi. Gestur var dugnaðarbóndi og einnig mjög félagslega sinnaður. Hlóðust á hann margþætt störf bæði innan sveitar og utan eins og oft vill verða með þá menn sem vilja stuðla að framförum þjóðar sinnar. Hann varð hreppstjóri Kjósarhrepps eftir lát föður síns 1931 og til 1947 að hann lést. Þá var hann í stjórn Ræktunarsambands Kjalarnesþings frá stofnun þess og lengi aðalhvatamaður stórfelldra ræktunarframkvæmda. Í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur, sóknarnefnd, fræðslunefnd, í stjórn lestrarfélags sveitarinnar, formaður skattanefndar, virðingamaður fasteigna og í hreppsnefnd allmörg ár. Þá var hann fulltrúi sveitar sinnar í Stéttarsambandi bænda frá stofnun þeirra samtaka. Gestur gerðist snemma ungmennafélagi og starfaði mikið fyrir Ungmennafélagið Dreng. Fyrst sem gjaldkeri í nokkur ár en síðan formaður um tveggja ára skeið. Skoraðist þá undan endurkjöri en lék síðan ótal hlutverk í félagsstarfinu sem endurskoðandi, formaður íþróttanefndar og fjölmargt fleira. Hann studdi yfirhöfuð öll málefni félagsins er til framfara máttu verða. Mjög virkur fundamaður og fyrstur fram með tillögur til að leysa þau mál sem vöfðust fyrir mönnum. Róttækur í skoðunum, þjóðlega þenkjandi og eindreginn bindindismaður. Hann var kjörinn formaður UMSK árið 1931 og stjórnaði sambandinu skörulega í fjögur ár ásamt Grími Norðdahl og Rannveigu Þorsteinsdóttur. Formannstími hans var blómaskeið vikivakanna þegar dansflokkur sambandsins sýndi listir sínar víðsvegar um Suðurland. Gestur studdi þessa starfsemi með ráðum og dáð og ekki síður farfuglafundina sem hann taldi líftaug við ungmennafélaga landsbyggðarinnar. Gestur sat mörg ár í varastjórn UMSK eftir að hann hætti sem formaður og lét oft til sín taka á héraðsþingum sambandsins. Gestur var maður vel greindur, góður hagyrðingur og átti margan ljóðabálkinn í Hreiðari heimska, blaði Drengs. Vel máli farinn, prýðilega sjálfmenntaður og glaður í góðra vina hópi. Hann var vel á sig kominn, hávaxinn og dugmikill til allra verka. Röskur glímumaður og stóð efstur í flokki 12 glímukappa sem reyndu með sér á íþróttamóti Aftureldingar og Drengs árið 1928. Var einnig vinningahæstur af átta keppendum árið eftir en hætti þá keppni og gekk í hóp starfsmanna íþróttamótanna. Þau urðu ævilok þeirra Ólafíu konu hans að 8. desember 1947 voru þau á heimleið að Hálsi frá Grjóteyri og óku í bifreið sinni yfir ísilagt Meðalfellsvatn. Þá brast ísinn undan bifreiðinni svo hún sökk í vatnið og drukknuðu þau bæði. Að þeim hjónum þótti mikill skaði og hörmuðu allir afdrif þeirra. Gestur Andrésson á Hálsi, formaður UMSK 1931 til 1935.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==