Aldarsaga UMSK 1922-2022

678 bökum saman og standa að skemmtilegum viðburði. Afar vel tókst til og mál manna að annað eins verði að endurtaka.“995 Forsetahlaupið fór fram 3. september, að sjálfsögðu á Álftanesi. Þannig var sagt frá þessum viðburði í ársskýrslu UMSK: „Þetta var fyrsta skiptið sem hlaupið er haldið og fór það fram í rjómablíðu. Rúmlega 200 þátttakendur voru skráðir í Forsetahlaupið, sem samanstóð af tveimur hlaupum. Nokkrir hlupu í báðum hlaupum. Annars vegar var í boði að hlaupa eina mílu eða rétt rúma 1,6 kílómetra, og hins vegar 5 kílómetra. Fyrra hlaupið var í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi en hitt var öllu stærri hringur sem náði að hlaðinu á Bessastöðum þar sem hlaupararnir sneru við til baka. Guðni Th. Jóhannesson tók þátt í báðum hlaupunum og afhenti verðlaun í fjórum flokkum, karla- og kvennaflokki og stúlkna- og ungmennaflokki þátttakenda undir 16 ára aldri. Að hlaupum loknum var þátttakendum og öllum gestum viðburðarins boðið upp á pylsur og með því til að kæla sig niður eftir hlaupin í sólinni.“996 Afmælishóf í Hlégarði Aldarafmæli UMSK var fagnað með miklu hófi á afmælisdaginn, frá því segir í ársskýrslu UMSK: „Ungmennasamband Kjalarnesþings fagnaði 100 ára afmæli sambandsins í félagsheimilinu Hlégarði í Mosfellsbæ á afmælisdaginn þann 19. nóvember 2022. Fjölmargir boðsgestir lögðu leið sína í Hlégarð og var einkar ánægjulegt að sjá hve margir af fyrrum stjórnarmönnum úr röðum UMSK sáu sér fært að mæta. Við það urðu víða fagnaðarfundir í húsakynnum Hlégarðs. Fákar og knapar úr Hestamannafélaginu Herði stóðu heiðursvörð við anddyri Hlégarðs þegar gestir mættu, undir ljúfum tónum áður en formleg dagskrá hófst. Dagskráin var fjölbreytt og metnaðarfull í alla staði og afmælishófið lukkaðist jafnframt vel í alla staði. Fjölmargar kveðjur og blómasendingar bárust sambandinu í tilefni af 100 ára afmælinu og vill stjórn UMSK koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem mættu og sendu kveðjur á aldarafmæli sambandsins.“997 Valgarður Gíslason tók meðfylgjandi ljósmyndir í afmælishófinu. Þessi unga stúlka fylgdist grannt með Jóni Jónssyni á hátíðarsviðinu í Hlégarði. Ljósmynd: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==