677 fellsbæ en um 500 manns tóku þátt. Börn allt niður í átta ára gátu tekið þátt en þurftu mörg þeirra aðstoð foreldra og fullorðinna aðstandenda til að komast yfir allar hindranirnar sem voru á leiðinni. Leiðin var 3,5 kílómetrar í fallegu umhverfi Varmárlaugar og var búið að setja þar upp klifurveggi, grafa drullupytti og forarsvöð og þar á meðal 20 metra snarbratta rennibraut sem búin er til úr hluta af uppblásna íþróttahúsi Hamars í Hveragerði. Þetta var í fyrsta sinn sem hlaupið er haldið en mikil ánægja var með aðsóknina og ljóst að hlaupið nýtur mikilla vinsælda meðal fjölskyldufólks.“994 Hundahlaupið var skemmtilegur viðburður sem fór fram á félagssvæði Gróttu á Seltjarnarnesi 25. ágúst, greint var frá honum í ársskýrslu UMSK: „Rúmlega 90 skælbrosandi þátttakendur á öllum aldri hlupu með hundum sínum af öllum stærðum í rjómablíðunni á grasflötinni ofan við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi. Ræst var út með einnar mínútu millibili og því gekk hlaupið afar hratt fyrir sig. Í boði voru tvær hlaupaleiðir, 2 kílómetra og 5 kílómetra hlaup. Hlauparar í 5 kílómetra hlaupi voru ræstir fyrstir í nokkrum hollum en síðan hinir. Hundahlaupið markar tímamót því þetta er fyrsta skiptið sem íþróttahreyfingin og hundaeigendur snúa Hundahlaupið á Seltjarnarnesi var vel heppnað og markaði ákveðin tímamót þegar íþróttahreyfingin og hundaeigendur sneru bökum saman. Forsetahlaupið fór fram í fallegu síðsumarsveðri.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==