676 13. gr. Hlutverk stjórnar Stjórn stýrir málefnum sambandsins milli þinga og fylgist með starfsemi félaganna. Stjórn skiptir með sér verkum. Stjórnin varðveitir skjöl og sjóði sambandsins sem og aðrar eignir og leggur fram endurskoðaða reikninga á hverju héraðsþingi. Stjórn sambandsins svo og nefndir þess skulu halda gerðabók. Stjórnin skal setja reglur um allar ferðir á vegum sambandsins. 14. gr. Lagabreytingar Tillögur til lagabreytinga skal leggja fram í upphafi þings og sé þeim síðan vísað til laganefndar sem skal vera ein af fastanefndum þingsins. Tillögur til lagabreytinga skulu hafa borist skrifstofu UMSK eigi síðar en 20 dögum fyrir sambandsþing sem sendir þær sambandsaðilum til kynningar. 15. gr. Atkvæðamagn við lagabreytingar Héraðsþing getur breytt lögum þessum með 2/3 greiddra atkvæða á héraðsþingi. 16. gr. Gildistaka Með gildistöku laga þessara falla úr gildi eldri lög sambandsins. Lög þessi taka gildi við staðfestingu ÍSÍ og UMFÍ, enda reynist þau vera í samræmi við lög ÍSÍ og UMFÍ. Samþykkt á héraðsþingi UMSK 25. febrúar 2021993 UMSK fyllir öldina Íþróttaveisla Í tengslum við aldarafmæli UMSK haustið 2022 var efnt til svonefndrar íþróttaveislu UMFÍ. Hún var fólgin í þremur áhugaverðum hlaupaviðburðum sem fóru fram í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og Álftanesi. Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar var haldið 13. ágúst í Mosfellsbæ í frábæru veðri, sjálfboðaliðar úr frjálsíþróttadeild Aftureldingar og starfsfólk UMSK undirbjó brautina, sem var afar vandasamt verk, og meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu úr Aftureldingu stóð vaktina. Frá þessum eftirminnilega viðburði segir í ársskýrslu UMSK: „Aðsókn í Drulluhlaup Krónunnar fór fram úr öllum væntingum. Hlaupið var haldið í MosSérhver hindrun var yfirstigin með sóma. Afmælismerki UMSK.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==